fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Þórarinn segir íbúa kolbrjálaða út í Dag: „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu ert þú með einkastæði“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. febrúar 2020 16:00

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Stefánsson, íbúi við Laugaveginn, segir Degi B. Eggertssyni til syndanna í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Hann segir það geti jafnvel tekið hann tvo tíma að finna stæði þegar hann kemur heim úr vinnu. Ég skýtur sérstaklega á Dag fyrir að vera sjálfur með einkabílastæði við heimili sitt.

Ég hef verið íbúi við Laugaveginn í tuttugu ár. Nú er svo komið að ég get vart orða bundist mikið lengur. Þess vegna rita ég þetta opna bréf til þín Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Það er nefnilega svo Dagur, að ég hef fengið nóg og er virkilega óttasleginn fyrir hönd míns nærumhverfis. Til að útskýra aðeins aðstæður mínar, þá er ég einhleypur karlmaður, og kominn til ára minna. Ég bý á yndislegum stað fyrir miðju Laugavegar. Ég er enn sem komið er á vinnumarkaði og sé ekki fyrir mér að hætta svo fremi sem guð gefur mér það að vakna á morgnana. Ég kem heim úr vinnu flesta daga milli fimm og sex en ég er farinn af stað klukkan fimm á morgnana,“ segir Þórarinn.

Tekur langan tíma að komast heim

Þórarinn segir það oft taka sig marga tíma að komast heim til sín eftir vinnu. „Þegar ég legg af stað úr vinnu ek ég rakleiðis heim, sem tekur mig langan tíma enda berð þú ábyrgð á, herra borgarstjóri, einni verstu umferðarstjórnun sögunnar í borginni minni, Reykjavík. Það tekur u.þ.b. klukkustund að komast heim frá vinnu. Og ekki er hægt að skrifa neinn annan en þig fyrir þeirri staðreynd. Eftir að heim er komið á ég eftir að finna stæði en ég er einn af þeim heppnu sem eru með svokallað íbúakort, sem veitir réttindi til að leggja án þess að borga í stöðumæli. Hins vegar tekur það mig mjög langan tíma að finna stæði en það hefur lengst tekið mig tvær klukkustundir. Þetta er ekki boðlegt, herra borgarstjóri og nágranni,“ lýsir hann.

Þórarinn bendir á að sjálfur er Dagur með einkastæði. „Ég veit svo sem til þess að við heimili þitt að Óðinsgötu, þar sem nú víkja bílastæði fyrir fallegu torgi, svokölluðu Óðinstorgi, ert þú með einkastæði enda legg ég mína leið stundum að veitingastaðnum Snaps við Óðinsgötu. Kannski þykir þér ekkert tiltökumál, hr. borgarstjóri, að eyða þrjú hundruð milljónum af skattfé borgaranna til að ryðja burtu stæðum fyrir aðra íbúa en sjálfan þig og hrekja um leið rekstraraðila frá svæðinu til þess eins að fegra umhverfið í kringum híbýli þitt. Fasteignaverð fasteignar þinnar hlýtur að hækka mikið við þessa framkvæmd, enda ert þú sjálfur með einkabílastæði, sem verður enn verðmætara við fækkun bílastæða í kringum húsið þitt,“ segir hann.

Stefnir á undirskriftasöfnun íbúa

Þórarinn segir marga kaupmenn æfa en það séu jafnframt íbúar: „Ég hef rætt við íbúa á svæðinu sem eru alveg kolbrjálaðir yfir framgöngu þinni. Þessir íbúar eru að íhuga að setja af stað undirskriftasöfnun til stuðnings kaupmönnunum á Laugavegi, enda eru þeir í sömu sporum og ég. Að lokum vil ég benda þér á að þetta mun á endanum lækka fasteignaverð okkar íbúana við Laugaveg og því skora ég á þig að endurskoða þessa ákvörðun þína. Það er skylda þín að hugsa um velferð allra borgarbúa sem borgarstjóri í Reykjavík.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“