fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

„Ég veit ekkert meira en þú“ hreytti starfsmaður á Læknavaktinni í Sigríði

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 18:00

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Lárusdóttir, lífeindafræðingur hjá Landspítalanum, deildi sögu af Covid-19 veirunni á Facebook-síðu sinni sem hefur vakið mikla athygli.

Hún fór ásamt rétt rúmum tugi öðrum Íslendingum til nágrannabæjar Padua í Veneto-héraði á Ítalíu. Hún minnir á að þar var einmitt fyrsta dauðsfallið af völdum COVID-19 veirunnar. Hún lýsir því hvað þrír úr hópnum hafa þurft að gangaí gegnum eftir að þau komu heim. Hér fyrir neðan má sjá þessar þrjár sögur.

1. Ég vinn á Lansanum og eðli máli samkvæmt eru skjólstæðingarnir/sjúklingarnir oftar en ekki veikir…. Nú, ég hringi í 1700 og læt vita af mér og í mig er nánast hreytt: „Ég veit ekkert meira en þú“. Fínt, en getum við þá ekki bara tekið eitt strok svona vegna vinnu minnar á stofnun, þar sem fólk með grun um smit er með stórum miða á öllum hurðum beðið um að koma ekki inn. „Ertu með háan hita? Við tökum bara strok úr veikum“. Fínt, en sko ég er kvefuð en ekki með háán hita. Gæti ég samt ekki verið með væg einkenni eða verið beri? Ég vinn nefnilega með veikt fólk…. „Nei“. Fínt, skráðu samt hjá þér símtalið mitt.

2. Einn úr hópnum veikist af kvefi úti en er ekkert mikið veikur en hringir í 1700 eftir fyrstu fréttir af Ítalíu. BABÚ og til hans kemur heilgalladressaður einstaklingur og tekur sýni. Hann má ekki fara út fyrir hússins dyr fyrr en niðurstaða kemur úr rannsókninni. Hann varla svarar í síma……en svo kemur svarið: Ekki Covid-19. Sem sagt, þú ert frjáls. Hann fer í vinnuna sína sem leiðsögumaður og lendir í hópi Asíubúa sem til skiptis hnerra og hósta framan í hann. Jei, ábyrgt! Og hann fékk svo rukkun upp á 9.000 krónur þrátt fyrir að hafa ekki beðið um rannsóknina, einungis verið að sinna skyldu sinni að tilkynna veru sína þarna úti

3. Einn úr hópunum fyllist af kvefeinkennum 2 dögum fyrir heimferð úr hinu einangraða Veneto-héraði. Bendi á að hann hafði eytt heilum degi að túristast í Padúa (munið, þar sem sá fyrsti dó). Hann hringir í 1700 og er þar bent á að hann skuli nú bara tala við heilsugæsluna sína SEM ER EKKI Í SAMRÆMI VIÐ LEIÐBEININGAR SÓTTVARNANEFNDAR. Heilsugæslan segir honum að anda rólega (eins og hægt er með kvef…..) og ekkert verði gert. Hann fær svo símtal 11 dögum frá heimkomu frá heilsugæslunni: „þú átt að vera í 14 daga einangrun“. Einmitt.

Sigríður segir fullt af fólki vera á launum við það að segja okkur að það sé „rosalega gott plan“ í gangi. „Auðvitað eru frekar litlar líkur á að við höfum náð okkur í þessa coronavírus týpu, heldur séum við bara kvefuð af venjulegu íslensku coronakvefi,“ segir Sigríður. „En til hvers að búa til áætlun sem á að hindra útbreiðslu þegar enginn veit haus né sporð hvað skuli gera við þessa Íslendinga sem voru í miðju smithéraði. Skítt með mig þó ég smitist, enda þokkalega hraust kona, en hvað með alla hina sem eru það ekki?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Í gær

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?

Ísraelar hefndu sín í nótt: Hvað gera Íranir núna?
Fréttir
Í gær

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
Fréttir
Í gær

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“

Indriði læknir þreyttur á vottorðabákninu – „Ég endurnýja sömu sjúkraþjálfarabeiðnina sem sjúklingur hafði fengið í 10 ár í röð fyrir sama bakverkjavandanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt

Úkraínskir hobbýdrónar gera rándýrum rússneskum skriðdrekum lífið leitt