fbpx
Laugardagur 31.október 2020
Pressan

Tæplega 5.000 dauðsföll af völdum COVID-19 skráð í Bandaríkjunum á síðasta sólarhring

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. apríl 2020 04:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá klukkan 3 aðfaranótt miðvikudags (að íslenskum tíma) til klukkan 3 í nótt voru 4.852 dauðsföll af völdum COVID-19 veirunnar skráð í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Sólarhringinn á undan létust 2.384 og nemur aukningin á milli sólarhringa 103,5 prósentum.

Það skekkir töluna þó að í gær ákváðu yfirvöld í New York borg að bæta 3.700 dauðsföllum við tölu látinna í borginni. Um er að ræða fólk sem lést án þess að hafa verið formlega greint með COVID-19 en gengið er út frá því að það hafi verið smitað eftir rannsóknir í kjölfar andláta þeirra.

Bandaríkin eru það land heims sem er verst sett vegna heimsfaraldursins hvað varðar fjölda smitaðra og látinna. Í heildina hafa 30.844 látist af völdum veirunnar í Bandaríkjunum en rúmlega 638.000 smit hafa greinst og eru nú 30.000 fleiri en í gærmorgun. Auk þess er gengið út frá því að mun fleiri séu smitaðir án þess að hafa greinst með smit.

Verst er ástandið í New York borg en þar hafa tæplega 11.000 látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Evrópulögreglan lýsir eftir hættulegustu kynferðisbrotamönnum álfunnar

Evrópulögreglan lýsir eftir hættulegustu kynferðisbrotamönnum álfunnar
Pressan
Í gær

Sjálfshjálpargúru dæmdur í 120 ára fangelsi

Sjálfshjálpargúru dæmdur í 120 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var að undirbúa fríið þegar hún fékk hræðilegar fréttir – „Þetta er versta tegund svika“

Var að undirbúa fríið þegar hún fékk hræðilegar fréttir – „Þetta er versta tegund svika“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“

Tvö ár frá hvarfi Anne-Elisabeth – „Allt bendir til að nokkrir hafi verið að verki“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Opna verslanir og veitingastaði í Melbourne eftir 87 daga lokun

Opna verslanir og veitingastaði í Melbourne eftir 87 daga lokun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hæstiréttur tekur Glitnismál fyrir á nýjan leik – Hagsmunir hæstaréttardómara valda vafa um óhlutdrægni dómstólsins

Hæstiréttur tekur Glitnismál fyrir á nýjan leik – Hagsmunir hæstaréttardómara valda vafa um óhlutdrægni dómstólsins