fbpx
Mánudagur 10.maí 2021

bandaríkin

Sofia hvarf fyrir 18 árum – Nýtt myndband vekur vonir um að hún sé á lífi

Sofia hvarf fyrir 18 árum – Nýtt myndband vekur vonir um að hún sé á lífi

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Daginn fyrir fimm ára afmæli sitt árið 2003 var Sofia Juarez numin á brott þar sem hún var á gangi nærri heimili sínu í Kennewick í Washington í Bandaríkjunum. Nú hafa vonir vaknað um að hún sé á lífi en það gerðist eftir að myndband eitt var birt á TikTok. CNN skýrir frá þessu. Fram kemur Lesa meira

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Segir að Kínverjar auki kúgun sína og séu árásargjarnir

Pressan
Í gær

Það er staðreynd að Kínverjar hafa á undanförnum árum hegðað sér á mun grimmdarlegri hátt en áður og sífellt öflugra Kína er áskorun fyrir núverandi heimsskipulag því Kína „beitir meiri kúgunum“ og er „árásargjarnara“. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í fréttaþættinum 60 mínútum. „Það sem við höfum séð á síðustu árum er að Kína beitir meiri Lesa meira

Taívan undirbýr sig undir stríð

Taívan undirbýr sig undir stríð

Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Taívan stigmagnast daglega og hafa gert alveg síðan Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Á Taívan er verið að undirbúa stríð við Kína. Ætlunin er ekki að ráðst á meginlandið, heldur að verja eyjuna gegn kínverskri innrás af einu eða öðru tagi. Ekki er annað að sjá en slík atburðarás verði sífellt líklegri. Í síðasta mánuði kom Lesa meira

Biden vill fullbólusetja 160 milljónir Bandaríkjamanna fyrir 4. júlí

Biden vill fullbólusetja 160 milljónir Bandaríkjamanna fyrir 4. júlí

Pressan
Fyrir 4 dögum

Það gengur vel að bólusetja Bandaríkjamenn gegn kórónuveirunni en Joe Biden, forseti, vill gera enn betur og á þriðjudaginn kynnti hann nýtt bólusetningamarkmið stjórnvalda. Nú er stefnt að því að 160 milljónir, hið minnsta, hafi lokið bólusetningu fyrir 4. júlí sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Um 331 milljón býr í Bandaríkjunum. Nú hafa um 105 milljónir lokið bólusetningu og um Lesa meira

Inntökuathöfnin varð tvítugum manni að bana

Inntökuathöfnin varð tvítugum manni að bana

Pressan
Fyrir 6 dögum

Í byrjun mars fannst Stone Foltz, 20 ára, meðvitundarlaus í íbúð sinni í Ohio í Bandaríkjunum. Það voru meðleigjendur hans sem fundu hann. Daginn áður hafði hann tekið þátt í inntökuathöfn í bræðralagið Pi Kappa Alpha í Bowling Green State háskólanum. Samkvæmt frétt NBC News hafa átta félagar í bræðralaginu nú verið kærðir fyrir aðild að andláti Foltz. Þeir eru grunaðir um manndráp af gáleysi og að hafa spillt sönnunargögnum. Saksóknarar Lesa meira

Norður-Kórea hefur í hótunum við Bandaríkin – „Hann gerði stór mistök“

Norður-Kórea hefur í hótunum við Bandaríkin – „Hann gerði stór mistök“

Pressan
Fyrir 1 viku

Stjórnvöld í Norður-Kóreu höfðu um helgina í hótunum við Bandaríkin eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði „öryggisógn“ stafa af landinu. Hann ávarpaði Bandaríkjaþing á fimmtudaginn og sagði þá að Norður-Kórea væri „alvarleg ógn við Bandaríkin og öryggi heimsins“. Hann sagðist einnig vilja vinna með bandamönnum Bandaríkjanna að því að leysa vandamálið með lýðræði og fælingarmátt að leiðarljósi. Lesa meira

Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel

Breytingar á skiptingu þingsæta í fulltrúadeildinni geta komið Repúblikönum vel

Pressan
Fyrir 1 viku

Á mánudaginn birti bandaríska Manntalsstofan, U.S. Census Bureau, niðurstöður nýs manntals. Manntalið ræður hvernig þingsætum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er skipt á milli ríkjanna og því höfðu margir beðið spenntir eftir að niðurstöður manntalsins yrðu opinberaðar. Samkvæmt manntalinu þá verða Texas, Flórída og Norður-Karólína meðal þeirra ríkja sem fá flest þingsæti í fulltrúadeildinni. Þetta getur hugsanlega komið sér vel fyrir Lesa meira

Rússar yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina – Ætla að byggja sína eigin geimstöð

Rússar yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina – Ætla að byggja sína eigin geimstöð

Pressan
Fyrir 1 viku

Rússar eru byrjaðir að smíða eigin geimstöð og ætla að yfirgefa Alþjóðlegu geimstöðina sem þeir reka í samvinnu við Bandaríkin og Evrópuríki. Þetta gerist þó ekki á morgun því enn eru fjögur ár til stefnu. Frá 2025 ætla Rússar ekki að taka þátt í verkefninu um Alþjóðlegu geimstöðina sem hefur verið á braut um jörðina Lesa meira

Bjóða ungu fólki greiðslu fyrir að láta bólusetja sig

Bjóða ungu fólki greiðslu fyrir að láta bólusetja sig

Pressan
Fyrir 1 viku

Í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum hefur gengið treglega að fá ungt fólk til að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Nú hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að lofa fólki á aldrinum 16 til 35 ára skuldabréfi, útgefnu af ríkinu, að andvirði 100 dollara ef það lætur bólusetja sig. Jim Justice, ríkisstjóri og Repúblikani, segir að mikilvægt sé Lesa meira

Bandarískt herskip skaut að írönskum herskipum

Bandarískt herskip skaut að írönskum herskipum

Pressan
Fyrir 1 viku

Áhöfnin á bandaríska herskipinu Firebolt skaut á mánudaginn aðvörunarskotum að þremur írönskum herskipum sem komu of nærri herskipinu. Voru þeir þá í um 60 metra fjarlægð frá því. Þetta gerðist í Persaflóa. Írönsku herskipin, eða öllu heldur hraðskreiðir bátar, voru frá Íranska byltingarverðinum. Þau sigldu of nærri Firebolt og öðru bandarísku herskipi sem voru á alþjóðlegu hafsvæði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af