fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Hæstiréttur Bandaríkjanna viðurkennir mistök – Leyfði bændum að „stela“ jörðum nágranna sinna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. janúar 2019 05:59

Hæstiréttur Bandaríkjanna. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar árásar Japana á Perluhöfn þann 7. desember 1941 drógust Bandaríkin að fullu inn í síðari heimsstyrjöldina. Í kjölfar árásarinnar, eða þann 19. febrúar 1942, gaf Franklin D. Roosevelt, þáverandi Bandaríkjaforseti, út tilskipun um að allir Bandaríkjamenn af japönskum ættum skyldu fluttir í sérstakar búðir (fangabúðir) þar sem þeir skyldu dvelja um óákveðinn tíma. Meðal þessara Bandaríkjamanna var Koda-fjölskyldan í Central Valley í Kaliforníu. Þegar fjölskyldan var flutt á brott veitti hún öðrum umboð til að annast búreksturinn í fjarveru sinni. En þegar fjölskyldan sneri aftur var búið að selja landareignina, mylluna, þurrkunarbúnað og fleira til bænda í nágrenninu. Öll tilheyrandi skjöl höfðu verið útfyllt og öllum ákvæðum um þau fylgt þrátt fyrir að allir hafi væntanlega gert sér grein fyrir að viðskiptin voru ekki alveg lögleg. Koda-fjölskyldan var ekki sú eina sem lenti í þessu.

Á síðasta ári stakk þessi dökka fortíð höfðinu upp á nýjan leik. Það var þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna féllst á útþynnta útgáfu af tilskipun Donald Trump, forseta, um bann við komum fólks frá múslímaríkjum til Bandaríkjanna. Í niðurstöðu sinni fordæmdi dómstóllinn eigin ákvörðun frá 1944 á tilskipun Roosevelt um flutning japönsku Bandaríkjamannanna í fangabúðir í kjölfar árásarinnar á Perluhöfn.

„Að neyða bandaríska ríkisborgara til að flytja í fangabúðir eingöngu vegna kynþáttar þeirra er hlutlægt séð ólöglegt og ekki innan valdsviðs forsetans.“

Skrifaði John Roberts, Hæstaréttardómari, í dómsorði.

Fjórir af níu dómurum réttarins greiddu atkvæði á móti niðurstöðunni. Einn þeirra, Sonia Sotomayor, sagði í áliti sínu að það væri varasamt að Hæstiréttur skipti vafasamri niðurstöðu út með annarri vafasamri. Hún sagði að með því að samþykkja í blindni stefnu, sem mismunar fólki, undir yfirskyni þjóðaröryggis noti hæstiréttur sömu hættulegu rök og áður og vísaði þar í dóminn frá 1944. Tæplega 120.000 Bandaríkjamenn af japönskum ættum, aðallega frá vesturströndinni, voru sendir í fangabúðir. Þær voru staðsettar víða um land, til dæmis í Colorado, Arizona, Wyoming, Utah og Arkansas. Kanadamenn fylgdu fljótlega í fótspor Bandaríkjamanna og fluttu 21.000 Kanadamenn af japönskum ættum í fangabúðir og það sama var gert í Mexíkó.

Fangabúðunum var lokað að stríði loknu, þeim síðustu í árslok 1945. Margir fanganna misstu allt sitt á meðan þeir voru í fangabúðunum því eigur þeirra voru seldar á meðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni