fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

„Þessu lauk 24. febrúar“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 05:59

Pútín þrengir enn að andstæðingum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru komnar sprungur og grunnstoðirnar eru óöruggar. Það verður ekki snúið aftur til ástandsins eins og það var fyrir 24. febrúar.

Þetta heyrist víða í Rússlandi þessa dagana og er þarna átt við stöðu Rússlands og framtíð landsins. Dagsetningin 24. febrúar er dagurinn sem Rússar réðust inn í Úkraínu.

Stríðið hefur leitt í ljós að Rússland stendur frammi fyrir miklum breytingum og getur jafnvel endað með að gjörbreytast. Það gæti jafnvel orðið fasistaríki. Þetta sagði Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá dönsku hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, í samtali við B.T. Hann hefur lengi einbeitt sér að rannsóknum á Rússlandi eftir hrun Sovétríkjanna.

Hann sagði að á mánudaginn hafi nær allir stóru rússnesku fjölmiðlarnir verði með fjölda frétta um upplausn Rússlands og framtíðina. „Þetta er almenn umræða um að rússneskt samfélag sé á leið í aðra átt,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði að í umfjöllun rússnesku fjölmiðlanna hafi þrjár hugsanlegar sviðsmyndir um framtíð Rússlands verið dregnar upp.

Sovétríkin 2.0 – Þá verður horfið aftur til mikillar miðstýringar, þar sem ríkisvaldið stýrir nær öllu, eins og á tímum Sovétríkjanna. Áherslan verður á innanlandsmarkaðinn og ferðir Rússar út fyrir landsteinana verða takmarkaðar.

Nýja efnahagsstefna Leníns 2.0 – Hér verður gripið til umfangsmikillar einkavæðingar og mikið samstarf verður við önnur lönd. Landið verður opnað fyrir umheiminum.

Z-þjóðin – Hér er átt við að einblínt verður á Rússland og sérstaklega þá sem teljast rússneskir að uppruna. Ný-íhaldshyggja og öfgaþjóðernishyggja munu gegnumsýra samfélagið.

Splidsboel sagði að það sé mat rússneskra sérfræðinga að heimsmyndin sé að breytast og Rússland þurfi að finna sér stöðu í nýrri heimsmynd. Það séu mjög margir möguleikar á hvernig núverandi heimsmynd breytist.

Hann sagði að þessi umræða tengist innrásinni í Úkraínu að vissu leyti. Í augum margra sé þetta viðurkenning á að ekki sé hægt að hverfa aftur til ástandsins sem var áður en ráðist var á Úkraínu. „Þessu lauk 24. febrúar þegar Rússland réðst á Úkraínu,“ sagði hann.

Hann sagði að margir eygi nú tækifæri á nýju upphafi þar sem samfélaginu verður breytt. Sumir vilji sjá meiri þjóðernishyggju, samfélag þar sem meira eftirlit verður haft með borgurunum og lífi þeirra stýrt enn frekar.

Splidsboel sagði að þeir, sem eru á þessari línu, séu sérstaklega áhugasamir um breytingarnar. Þeir tali um að hreinsa samfélagið.

Hann sagði að staðan þýði ákveðið óöryggi fyrir Pútín. Honum hafi lengi tekist að láta rússneska kerfið virka sér í hag. Nú séu komnir brestir í það og hann verði að finna nýjan jafnvægispunkt. Af þeim sökum sé þessi orðræða um föðurlandssvikara, kennsla í ættjarðarást, kennsla í ákveðinni hugmyndafræði í háskólum og opinber umræða um ritskoðun. Með þessu sé Pútín að reyna að koma á jafnvægi í samfélaginu.

Hvað varðar framtíð Rússlands, þá sagðist Splidsboel telja líklegast að Rússland hverfi til fyrrgreindrar stefnu um Sovétríkin 2.0 í blöndu við Z-þjóðina. Enn öflugra ríkisvald undir áhrifum öfgaþjóðernissinna. „En áherslan á rússneskan uppruna verður mjög mikil. Að Rússar séu öðrum fremri. Já, þetta getur orðið svolítið fasískt, held ég,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Í gær

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu
Fréttir
Í gær

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu
Fréttir
Í gær

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn skipverjans sem er saknað

Nafn skipverjans sem er saknað