fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Evrópa er að skiptast í tvennt út frá bólusetningum gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. september 2021 22:30

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að einhverskonar kórónuveggur sé nú að myndast frá norðri og suður eftir Evrópu. Í vesturhlutanum ganga bólusetninga ágætlega og margir láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni en í austurhlutanum er ekki sömu sögu að segja.

Um síðustu helgi tilkynnti pólska ríkisstjórnin að hún sendi 400.000 skammta af bóluefnum til Taívan. Sendingin er þakklætisvottur því í upphafi faraldursins sendi Taívan ýmsan lækningabúnað til Póllands. Í tilkynningu frá pólska utanríkisráðuneytinu segir meðal annars: „Það er allra hagur að fjölga bólusettu fólki um allan heim.“

Pólverjar ættu að vita hvað þeir eru að tala um í þessum efnum því heima við berjast þeir við að sannfæra fólk um að láta bólusetja sig en smitum fer fjölgandi í landinu. Frá byrjun ágúst hefur daglegum smitum fjölgað um rúmlega helming en þegar horft er á ESB sem heild hefur smitum fækkað um 22% á sama tíma.

Það gekk vel hjá Pólverjum að bólusetja í vor og ásamt Möltu voru þeir í fararbroddi ESB-ríkjanna hvað varðar hlutfall bólusettra landsmanna. En í sumar hægði mjög á og eiginlega hefur lítið gerst í bólusetningum að undanförnu. 59% fullorðinna hafa lokið bólusetningu en fyrir mánuði síðan var hlutfallið 56%.

Þetta er miklu lægra hlutfall en hjá Portúgal, sem stendur sig best allra ESB- og EES-ríkja, en þar er búið að bólusetja 96% fullorðinna. Meðaltalið á EES-svæðinu er 70%.

Pólverjar eru ekki eina ríki Austur-Evrópu sem á á brattanna að sækja við að fá fólk til að láta bólusetja sig. Þegar listinn yfir hlutfall bólusettra í ESB-ríkjunum er skoðaður sést að þau 12 ríki þar sem hlutfallið er lægst eru þau 12 ríki í Austur-Evrópu sem eru nýjustu aðildarríki ESB.

Í Ungverjalandi höfðu 67% fullorðinna lokið bólusetningu 1. júlí, nú er hlutfallið 68%. Búlgaría er neðst á listanum yfir hlutfall bólusettra en þar hafa 21% fullorðinna lokið bólusetningu. Stoyko Katsarov, heilbrigðisráðherra, segir að 95% þeirra sem þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna COVID-19 séu óbólusettir. Hann sagði nýlega að þegar tölurnar yfir látna af völdum COVID-19 eru skoðaðar þá liggi fyrir að dánarhlutfallið hjá bólusettu fólki sé 1 af hverjum 1.000 en hjá óbólusettum sé það 4 af hverjum 100.

Þegar horft er í vesturátt gengur hraðar að fá fólk til að láta bólusetja sig en þar hefur fólk minni efasemdir um bólusetningar en íbúar í Austur-Evrópu og yfirvöld hafa beitt ýmsum aðgerðum til að fá fólk til að láta bólusetja sig. Dæmi um þetta má sjá í Frakklandi. Þar höfðu 64% fullorðinna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni 1. júlí. Síðan var byrjað að gera víðtækar kröfur um að fólk framvísi bólusetningarvottorði eða neikvæðri niðurstöður skimunar þegar það sækir ýmsa viðburði. Þetta virðist hafa skilað árangri því nú hafa 92% fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Á síðustu þremur vikum hefur smitum farið fækkandi í Frakklandi og eru nú um helmingur þess sem var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“