fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Svona mikið mun reikningurinn vegna forsetaskiptanna hækka

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2024 16:30

Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frumvarpi til fjáraukalaga sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra lagði fram og mælti fyrir á Alþingi fyrr í vikunni kennir ýmissa grasa. Frumvarpið er eins og raunin er með frumvörp til slíkra laga lagt fram einna helst til að fá samþykki Alþingis fyrir útgjöldum ríkissjóðs sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum. Í þetta sinn er meðal annars farið fram á 149,6 milljóna króna framlag úr ríkissjóði vegna kostnaðar við það að nýr forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, tók við embætti í sumar. Kemur þessi kostnaður sem ekki var gert ráð fyrir í fjárlögum yfirstandandi árs til viðbótar við kostnað vegna forsetakosninganna sem fram fóru í júní.

Það var Þórður Snær Júlíusson fjölmiðlamaður og væntanlegur frambjóðandi Samfylkingarinnar, samkvæmt heimildum MBL, í alþingiskosningunum, 30. nóvember næstkomandi sem vakti athygli á þessu  og ýmsu öðru í ítarlegri greiningu á frumvarpinu.

Það má einnig að geta þess að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að viðbótar útgjöld vegna alþingiskosninganna, sem stóð ekki til að yrðu á þessu ári, verði 468 milljónir króna.

Biðlaun

Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að viðbótar kostnaðurinn vegna forsetaskiptanna skiptist á þann hátt að lagt sé til að fjárheimildir Embættis forseta Íslands hækki um 38,6 milljónir króna af tveimur tilefnum. Í fyrsta lagi sé um að ræða 25 milljóna króna framlag vegna biðlauna forseta Íslands, sem falli til á árinu 2024.

Þar er að sjálfsögðu átt við Guðna Th. Jóhannesson sem lét af embætti á árinu. Í greinargerðinni segir að samkvæmt lögum skuli forseti Íslands fá sex mánaða biðlaun frá því hann lætur af embætti, í þessu tilfelli frá 1. ágúst 2024.

Í öðru lagi fær forsetaembættið 13,6 milljóna króna framlag vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af embættistöku nýs forseta, sem eins og allir vita er Halla Tómasdóttir. Hver þessi kostnaður vegna embættistökunnar er nákvæmlega kemur ekki í frumvarpinu enda eru kostnaðarliðir sjaldnast sundurliðaðir niður í smæstu atriði í slíkum frumvörpum.

Öryggi

Einnig er lagt til að forsætisráðuneytið fái aukin fjárframlög vegna forsetaskiptanna. Í fyrsta lagi er um ræða 86 milljónir króna til að mæta kostnaði vegna öryggismála ásamt nauðsynlegum endurbótum á íbúðarhúsnæði forsetans og fjölskyldu hans, að Bessastöðum. Í greinargerðinni með frumvarpinu segir að brýnt sé að ráðast í þennan kostnað í tengslum við forsetaskiptin en það er þó ekki útskýrt nánar hvers vegna það hafi verið svona brýnt. Í öðru lagi er lagt til að forsætisráðuneytið fái 25 milljónir króna vegna kostnaðar við innsetningu forseta Íslands, þann 1. ágúst síðastliðinn, ásamt kostnaði Alþingis vegna undirbúnings innsetningar.

Á móti þessum viðbótarframlögum til forsætisráðuneytisins vegna forsetaskiptanna minnka framlög til aðalskrifstofu ráðuneytisins um 52,6 milljónir króna, frá því sem gert var ráð fyrir í fjárlögum, en þeir fjármunir færast yfir til félagsmálaráðuneytisins. Er þetta vegna flutnings jafnréttismála frá fyrrnefnda ráðuneytinu yfir í það síðarnefnda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter

Doppumeistarinn er byrjaður á næsta verkefni – 570 uglur, ein fyrir hvern genginn kílómeter
Fréttir
Í gær

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“

Sláandi vendingar í Air India-slysinu: „Við teljum að þetta hafi verið sjálfsvíg flugstjórans“
Fréttir
Í gær

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni
Fréttir
Í gær

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“