fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Pressan

Konur í Georgíuríki geta fengið 400.000 króna skattaafslátt við þungun

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 7. ágúst 2022 15:00

10 vikna fóstur. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæpum tveimur vikum kvað dómstóll í Georgíu í Bandaríkjunum upp dóm um að barnshafandi konur geti dregið 3.000 dollara, sem svarar til um 410.000 íslenskum krónum, frá skatti. Þessi upphæð á við hvert fóstur sem þær bera undir belti.

Það var niðurstaða dómstólsins að líta eigi á fóstur sem börn á heimilinu þegar kemur að skattamálum.

Þessi skattaafsláttur er afleiðing af þungunarrofslöggjöf sem var samþykkt í ríkinu 2019. Lögin áttu að taka gildi í ársbyrjun 2020 en voru úrskurðuð ólögleg því dómstóll taldi þau ganga gegn rétti kvenna til þungunarrofs samkvæmt dómi hæstaréttar í málinu Roe v. Wade.

Fyrr í sumar hnekkti hæstiréttur hins vegar fyrri niðurstöðu sinni í því máli og þá tóku nýju þungunarrofslögin gildi í Georgíu. Samkvæmt lögunum þá njóta fóstur sömu lagalegu stöðu og börn sem eru komin í heiminn. Þetta gildir frá því að hjartsláttur fóstursins greinist en það er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu. Eftir þennan tíma er óheimilt að framkvæma þungunarrof í ríkinu en þó eru undantekningar á því ef um sifjaspell eða nauðgun var að ræða og málið hefur verið kært til lögreglu. Taldi dómstólinn því að fóstur, eða öllu heldur mæður þeirra, eigi því að njóta persónuafsláttar eins og aðrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Í gær

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku

Ferðin til Mallorca endaði með nokkurra daga hryllingi og björgunaraðgerð á flugvelli í Afríku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?

Vaxandi áhyggjur af ofureldfjalli – Er það að vakna til lífsins?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu

Berst við 4. stigs krabbamein – Yfirmaðurinn pressar á hana að koma aftur til vinnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump

Óhugnalegt atvik í New York: Kveikti í sér fyrir framan dómshúsið þar sem réttað var yfir Trump