fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fundu steingervinga 11 risaeðla á Ítalíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 15:00

Steingervingurinn Antonio. Mynd:getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingervingafræðingar hafa fundið steingervinga 11 risaeðla á Ítalíu, eiginlega hjörð risaeðla. Einn af steingervingunum er stærsta beinagrind risaeðlu sem nokkru sinni hefur fundist á Ítalíu.

Steingervingar risaeðla hafa fundist á Ítalíu síðustu áratugi en nú hafa steingervingafræðingar fundið leifar 11 risaeðla í Villaggio del Pescatore sem er gömul kalknáma nærri Trieste.

Steingervingarnir eru af risaeðlum af tegundinni Tethyshadros insularis sem var uppi fyrir um 80 milljónum ára. Risaeðlur af þessari tegund urðu allt að fimm metrar á lengd. The Guardian skýrir frá þessu.

„Ítalí er ekki þekkt fyrir risaeðlur þrátt fyrir að við höfum verið heppin áður en nú höfum við heila hjörð á einum stað,“ sagði Federico Fanti, prófessor við háskólann í Bologna og stjórnandi rannsóknarinnar. Niðurstöður hennar hafa verið birtar í Scientific Reports Journal.

Villagio del Pescatore varð fyrst frægt fyrir risaeðlur 1996 þegar beinagrind fannst þar. Hún var kölluð Antonio og var í fyrstu talið að hún væri af „dvergtegund“. En nýja uppgötvunin hefur orðið til þess að nú telja vísindamenn að Antonio hafi verið ungt dýr úr hjörðinni.

Í námunni hafa einnig fundist steingervingar fiska, krókódíla, fljúgandi skriðdýra og lítilla rækja en fyrir 80 milljónum ára var náman hluti af hinu forna Miðjarðarhafssvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?