fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Biden er búinn að fá skýrslu um uppruna kórónuveirunnar og Kína – En það vantar eitt í hana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. ágúst 2021 06:53

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fékk fyrr í vikunni skýrslu frá bandarískum leyniþjónustustofnunum um uppruna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Hann hafði fyrirskipað leyniþjónustustofnunum landsins að rannsaka málið til að fá skorið úr um hvort veiran hafi átt upptök sín úti í náttúrunni eða hvort hún hafi sloppið út af rannsóknarstofu í Wuhan. Skýrslan er enn sem komið er leynileg en í hana er eitt sagt vanta.

Að sögn vantar algjörlega niðurstöðu í skýrsluna, meðal annars vegna skorts á upplýsingum frá Kína en Kínverjar hafa ekki verið mjög samvinnuþýðir við rannsókn á upptökum veirunnar.

Samkvæmt umfjöllun The Washington Post þá segja heimildarmenn blaðsins að hlutar af skýrslunni verði væntanlega opinberaðir innan skamms en í henni sé ekkert afgerandi nýtt um uppruna veirunnar, hvort hún hafi smitast frá dýrum eða rannsóknarstofu.

Heitar umræður eru víða um uppruna veirunnar og Kínverjar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að vera ekki mjög samstarfsfúsir í tengslum við rannsókn á uppruna hennar. Þeir hafa ekki viljað starfa með Bandaríkjunum við rannsókn á uppruna veirunnar og mjög takmarkað með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO.

Þegar Biden gaf fyrirmæli um rannsóknina sagði hann að hjá bandarískum leyniþjónustustofnunum væru tvær kenningar taldar líklegar varðandi uppruna veirunnar. Önnur væri að hún hefði borist úr dýrum en hin að hún hefði borist frá rannsóknarstofu.

The Washington Post hefur eftir embættismanni að á meðan Kínverjar heimili ekki aðgang að ákveðnum gögnum þá muni aldrei fást vitneskja um uppruna veirunnar.

Vísindamenn hafa ekki fundið veiruna í leðurblökum eða öðrum dýrum sem passa við erfðauppbyggingu hennar. Vegna andstöðu Kínverja við að opinbera öll gögn um veiruna hafa sjónir sífellt fleiri sérfræðinga beinst að kenningunni um að veiran hafi fyrir slysni sloppið út frá rannsóknarstofu í Wuhan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar