Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn
FréttirJoe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann ákvað að náða son sinn, Hunter Biden, sem beið dóms fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Þetta vekur athygli í ljósi þess að forsetinn hafði áður þvertekið fyrir að beita sér í máli hans. Hunter átti þungan dóm yfir höfði sér en hann játaði skattalagabrot Lesa meira
Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
PressanRússneskir embættismenn eru allt annað en sáttir eftir að Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, heimilaði Úkraínumönnum að nota langdrægar bandarískar eldflaugar á rússneskri grundu. Ákvörðun Bidens vekur athygli í ljósi þess að hann lætur af embætti eftir einn og hálfan mánuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til verið tregir til að veita Úkraínumönnum þessa heimild, en það sem er talið hafa auðveldað Lesa meira
Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
PressanDonald Trump Jr., elsti sonur Donalds Trump verðandi Bandaríkjaforseta, sakar Joe Biden, núverandi forseta, um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en faðir hans tekur við embætti í Hvíta húsinu í byrjun janúar næstkomandi. Greint var frá því í gær að Joe Biden hefði heimilað Úkraínumönnum að nota langdrægar bandarískar eldflaugar á rússneskri grundu. Þetta hefur vakið athygli víða og telja margir að þetta muni Lesa meira
Joe Biden sagður hámhorfa á Netflix, einangraður og hundsaður
PressanJoe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðustu vikur. Á sama tíma og varaforsetinn, Kamala Harris, hefur verið í harðri kosningabaráttu gegn Donald Trump – baráttu sem hún virðist hafa tapað – hefur Biden verið einangraður á meðan. Biden hugðist bjóða sig fram til forseta á nýjan leik en efasemdir fóru að heyrast um hæfi hans til embættisstarfa vegna Lesa meira
Varpar sprengju í nýrri bók: Töldu miklar líkur á að Rússar myndu beita kjarnavopnum
PressanBandaríski blaðamaðurinn Bob Woodward, sem er þekktastur fyrir uppljóstrun sína í Watergate-málinu, hefur nú sent frá sér nýja bók þar sem hann skyggnist meðal annars á bak við tjöldin í samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands vegna Úkraínustríðsins. Í bókinni kemur fram að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi íhugað alvarlega að beita kjarnavopnum í Úkraínu og bandarísk yfirvöld hefðu haft gríðarlegar áhyggjur af stöðu Lesa meira
Elon Musk segir umdeilda færslu hans á X um banatilræðið gegn Trump hafa verið grín
FréttirAuðjöfurinn heimsþekkti Elon Musk eyddi færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X, sem hann á sjálfur, eftir að hafa uppskorið töluverða gagnrýni. Snerist færslan um morðtilræði gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, sem tókst að koma í veg fyrir í gær. Eins og er oft raunin með umdeildar færslur þekkts fólks náðu margir Lesa meira
Joe Biden hættur við forsetaframboðið
FréttirJoe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að leitast ekki eftir endurkjöri í embættið. Þetta kemur fram í færslu Biden á samfélagsmiðlinum X en þar lýsir hann yfir stuðningi við Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, sem eftirmann sinn og hvatti fólk til þess að styrkja kosningabaráttu hennar. Sagði hann það hafa verið sína bestu ákvörðun að velja Lesa meira
Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
EyjanJoe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður áforma að hvetja til stórra breytinga á Hæstarétti Bandaríkjanna á komandi vikum. Meðal annars er gert ráð fyrir að settar verði reglur um skipunartíma dómara, en þeir eru nú æviráðnir og geta setið svo lengi sem þeir sjálfir kjósa, og siðareglur með viðurlögum. Þetta hefur bandaríska stórblaðið The Washington Lesa meira
Orðið á götunni: Krísuástand í Valhöll og Hvíta húsinu – leitað logandi ljósi að arftaka
EyjanOrðið á götunni er að vart megi á milli sjá hvort örvæntingin og skelfingin sé meiri í Hvíta húsinu í Washington eða í Valhöll við Háaleitisbraut í Reykjavík. Á báðum stöðum áttar fólk sig á því að í óefni er komið og við blasir mikill skellur. Í Hvíta húsinu gengur nú maður undir mann viða Lesa meira
Telur að Biden taktík Trump geti haft neikvæð áhrif á framboð Trump
EyjanDonald Trump og Joe Biden, sem berjast um forsetaembættið í Bandaríkjunum, hafa fallist á að mætast í tvennum sjónvarpskappræðum. Óhætt er að segja að hiti sé farinn að færast í leikinn því orðræða frambjóðendanna harðnar nánast með hverjum deginum. En að mati sérfræðings þá virðist Trump ekki hafa lært af mistökunum sem hann gerði 2020 í aðdraganda sjónvarpskappræðna hans og Biden. Trump dró Lesa meira