fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Biden segir að fyrir maílok verði nóg af bóluefnum fyrir alla fullorðna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 21:30

Óbólusettir eru líklegri til að deyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að í lok maí verði nóg af bóluefnum fyrir alla fullorðna sem vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Hann sagði þetta í ræðu sem hann flutti í Hvíta húsinu. Hann sagði jafnframt að ólíklegt sé að ástandið í samfélaginu verði orðið eðlilegt fyrr en eftir um eitt ár.

Sky News skýrir frá þessu. Biden sagði ríkjum landsins að tryggja að allir kennarar og starfsmenn skóla fái að minnsta kosti einn skammt af bóluefni fyrir marslok. Hann tilkynnti einnig að lyfjaframleiðandinn Merck & Co muni aðstoða keppinauta sína hjá Johnson & Johnson við framleiðslu bóluefnis síðarnefnda fyrirtækisins en það fékk nýlega neyðarmarkaðsleyfi í Bandaríkjunum. Biden sagði að samstarfið væri í anda þeirrar samvinnu sem átti sér stað í samfélaginu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

„Við erum nú á góðri leið með að eiga nóg bóluefni fyrir alla fullorðna Bandaríkjamenn fyrir lok maí,“ sagði hann. Hann sagðist vonast til að eftir eitt ár verði ástandið orðið eðlilegt og bætti við að kannski gerist það fyrr.

Áður hafði verið stefnt að því að eiga nóg bóluefni fyrir alla fullorðna fyrir lok júlí svo um umtalsverðan árangur er að ræða.

Johnson & Johnson hefur glímt við „óvænt vandamál“ í framleiðslu á bóluefninu en fyrirtækið sendi fjórar milljónir skammta frá sér á mánudaginn og stefnir að því að afhenda 16 milljónir skammta til viðbótar í mánuðinum.

Sérfræðingar telja að bóluefnið frá fyrirtækinu geti gjörbreytt baráttunni við kórónuveiruna því það þarf aðeins einn skammt af því og það er hægt að geyma það í venjulegum ísskápum. Fyrirtækið hefur heitið því að afhenda 100 milljónir skammta fyrir lok júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?