fbpx
Mánudagur 27.september 2021

bóluefni

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Ný stofnun á að glíma við heimsfaraldra framtíðarinnar og þróa bóluefni hratt og örugglega

Pressan
Fyrir 1 viku

Bresk stjórnvöld hafa sett á laggirnar nýja stofnun, The Pandemic Institute, sem á að aðstoða heimsbyggðina við að koma í veg fyrir heimsfaraldra, undirbúa viðbrögð við þeim og bregðast við þeim. Stofnunin á einnig að vinna að því að hraða þróun bóluefna við faröldrum framtíðarinnar og stytta þróunartíma þeirra um þrjá til sex mánuði. Sky News skýrir Lesa meira

Lyfjafyrirtækin segja að fljótlega verði nóg af bóluefnum fyrir alla heimsbyggðina

Lyfjafyrirtækin segja að fljótlega verði nóg af bóluefnum fyrir alla heimsbyggðina

Pressan
Fyrir 1 viku

Fyrir árslok verður búið að framleiða 12 milljarða skammta af bóluefnum gegn COVID-19. Það dugir til að bólusetja alla jarðarbúa. Þetta segja samtök lyfjaframleiðenda, IFPMA. IFPMA eru alþjóðleg samtök lyfjaframleiðenda. Eins og staðan er núna er mikill munur á gangi bólusetninga í ríku löndunum og þeim fátæku. Í ríku löndunum hafa tæplega 70% fengið tvo skammta af bóluefnum Lesa meira

Danir selja Nýsjálendingum 500.000 skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech

Danir selja Nýsjálendingum 500.000 skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech

Pressan
Fyrir 2 vikum

Danir hafa náð athyglisverðum árangri í baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar og mánuðum saman hefur þeim tekist að halda faraldrinum niðri. Tíðni smita sveiflast lítið og álagið á heilbrigðiskerfið er lítið. Vel hefur gengið að bólusetja þjóðina en rúmlega 73% hafa lokið bólusetningu. Danir eiga meira en nóg af bóluefnum til að fullnægja eigin þörf og Lesa meira

Samningar um bóluefnakaup verða ekki gerðir opinberir

Samningar um bóluefnakaup verða ekki gerðir opinberir

Eyjan
Fyrir 3 vikum

Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur staðfest ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að neita að afhenda samninga um kaup ríkisins á bóluefnum gegn COVID-19. Um er að ræða samninga við Pfizer, Janssen, AstraZeneca, Moderna og CureVac. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið almennur borgari sem óskaði eftir að fá samningana afhenta. Heilbrigðisráðuneytið vildi ekki afhenda samningana þar sem það taldi hættu á að Lesa meira

Danir gáfu Úkraínu 500.000 bóluefnaskammta

Danir gáfu Úkraínu 500.000 bóluefnaskammta

Pressan
06.08.2021

Dönsk stjórnvöld sendu nýlega 500.000 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Úkraínu og er um gjöf að ræða. Bóluefni AstraZeneca er ekki hluti af bólusetningaáætlun danskra heilbrigðisyfirvalda. „Við erum dönskum vinum okkar þakklát fyrir stuðning þeirra við að sigrast á þessari alheims áskorun,“ skrifaði Volodymyr Zelenskij, forseti Úkraínu, á Twitter. Ole Egberg Mikkelsen, sendiherra Dana í Úkraínu, sagði í samtali við Jótlandspóstinn Lesa meira

Ísland mun bjóða öðrum ríkjum umframbóluefni – Pfizer verður þó ekki boðið

Ísland mun bjóða öðrum ríkjum umframbóluefni – Pfizer verður þó ekki boðið

Fréttir
06.08.2021

Íslensk stjórnvöld munu bjóða umframbirgðir af bóluefnum frá Janssen, Moderna og AstraZeneca til annarra ríkja sem þurfa á þeim að halda. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að það sé örugglega betra að fá bólusetningu með Janssen en enga bólusetningu. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, staðgengli sóttvarnalæknis, að umframbóluefni frá Janssen, Moderna og AstraZeneca verði boðin öðrum ríkjum sem þurfa á þeim að halda. „Við áttum Lesa meira

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust

Prófessor segir að hugsanlega þurfi að gefa fólki þriðja skammtinn af bóluefni í haust

Pressan
26.07.2021

Bandarísk stjórnvöld eru farin að huga að því að gefa eldra fólki og fólki með veikburða ónæmiskerfi þriðja skammtinn af bóluefni gegn kórónuveirunni í haust og hafa keypt 200 milljónir skammta af bóluefninu frá Pfizer/BioNTech til viðbótar fyrri kaupum. Ali Mirazimi, prófessor við Karólínskustofnunina í Svíþjóð, segir að hugsanlega þurfi að fara þessa leið í Svíþjóð í haust. „Við bíðum Lesa meira

Janssen veitir hugsanlega minni vörn gegn Deltaafbrigðinu – Hugsanlega þarf annan skammt

Janssen veitir hugsanlega minni vörn gegn Deltaafbrigðinu – Hugsanlega þarf annan skammt

Pressan
21.07.2021

Bóluefnið frá Johnson & Johnson (Janssen) virðist veita minni vörn gegn Deltaafbrigði kórónuveirunnar en gegn upphaflega afbrigði hennar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem var birt í gær. The New York Times skýrir frá þessu. Rannsóknin byggist á tilraunum með blóðprufur á tilraunastofu og verður því að hafa þann fyrirvara á henni að hún endurspegli ekki endilega virkni bóluefnisins í raunheimi. En miðað Lesa meira

Varar við afbrigðum kórónuveirunnar sem verða ónæm fyrir bóluefnum

Varar við afbrigðum kórónuveirunnar sem verða ónæm fyrir bóluefnum

Pressan
13.07.2021

Deltaafbrigði kórónuveirunnar er stærsta áskorunin sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir þessa dagana varðandi heimsfaraldur kórónuveirunnar. Afbrigðið er mjög smitandi og hefur náð yfirhöndinni víða um heim. Norski bóluefnavísindamaðurinn Gunnveig Grødeland segir að efni, sem gera veiruna óvirka, í núverandi bóluefnum virki ekki eins vel gegn Deltaafbrigðinu og öðrum afbrigðum. Bóluefnin veita þó mjög góða vörn gegn alvarlegum Lesa meira

Suður-Kórea ætlar að framleiða einn milljarð skammta á ári af bóluefnum gegn COVID-19

Suður-Kórea ætlar að framleiða einn milljarð skammta á ári af bóluefnum gegn COVID-19

Pressan
11.07.2021

Í Suður-Kóreu er markið sett hátt hvað varðar framleiðslu á bóluefnum gegn COVID-19. Markmiðið er að framleiða einn milljarð skammta á ári og er aðallega horft til bóluefna sem eru byggð á mRNA-tækninni. Embættismaður í Seoul skýrði nýlega frá þessu. Hann sagði að stjórnvöld væru í viðræðum við framleiðendur mRNA-bóluefna en þeirra á meðal eru Pfizer/BioNTech og Moderna. Ef þetta gengur upp mun Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af