fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Afdrifarík kóræfing – Mætti veikur og smitaði nær allan kórinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 05:28

Skagit Valley Chorale. Mynd:Skagit Valley Chorale

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverjum þriðjudegi koma félagar í Skagit Valley Chorale kórnum í Washingtonríki saman og æfa sig á milli klukkan 18.30 og 21. Æfing kórsins þann 10. mars síðastliðinn reyndist mjög afdrifarík og varð óafvitandi að viðburði þar sem fjöldi fólks smitaðist af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Einn kórfélaganna hafði verið með inflúensueinkenni í þrjá daga en mætti samt á æfinguna. Síðan liðu tvær vikur án þess að yfirvöld í ríkinu áttuðu sig á að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafði náð þangað. Þá hófust þau handa við að setja fólk í sóttkví og einangrun.

En á fyrrnefndri kóræfingu voru 62 söngvarar. Tveimur dögum eftir æfinguna voru að minnsta kosti sex þeirra komnir með smiteinkenni og tveimur vikum síðar var fjöldinn kominn upp í 53. Tveir þeirra létust segir CNN.

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin CDC fjallaði um málið í síðustu vikuskýrslu sinni og notar það til að hvetja fólk til að forðast að safnast saman í hópum, halda góðri fjarlægð á milli sín og nota andlitsgrímur.

Á kóræfingunni sátu félagarnir á stólum með 15 til 25 sm bili. Á miðri æfingunni tóku þeir hlé og borðuðu kökur og appelsínur. Að æfingu lokinni hjálpuðust þeir að við að stafla stólunum.

Þeir voru meðvitaðir um að heimsfaraldur kórónuveiru var skollinn á og slepptu því að faðmast eða takast í hendur og notuðu handspritt þegar þeir mættu á æfinguna.

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig smitið barst á milli þeirra en CDC segir að hugsanlega hafi það borist með litlum dropum sem komu frá útöndun hins smitaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Í gær

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu

Fimm í lífshættu eftir sprengingu í Danmörku – Talið að þurrsjampó hafi komið við sögu