fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Pressan

Kínverjar renna hýru auga til hafnar á Ítalíu – Óþægilega nálægt flota NATO

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. október 2020 17:15

Ítalskt herskip í höfn í Taranto. Mynd:EPA PHOTO ANSA/DARIO CARICATO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Taranto á Ítalíu er mikið atvinnuleysi og höfnin þar hefur átt á brattann að sækja undanfarin ár vegna síminnkandi skipaumferðar. En í sumar lagðist skipið „Nicolas“ þar að bryggju og þótti koma þess góð tíðindi. „Þetta er vendipunkturinn og nú hefjast komur fragtskipa á nýjan leik,“ sagði hafnarstjórinn við þetta tækifæri og þakkaði tyrkneska fyrirtækinu Yilport Holding fyrir fjárfestingar þess í höfninni. Samkvæmt áætlunum fyrirtækisins á höfnin að verða ein af perlum Miðjarðarhafsins.

En Adam var ekki lengi í Paradís því skömmu síðar byrjuðu ítalskir fjölmiðlar að skýra frá því að Yilport Holding eigi í nánu samstarfi við kínverska fyrirtækið Cosco og að annað kínverskt fyrirtæki sé að reyna að sösla stóru svæði í kringum höfnina undir sig.

Höfnin er nú orðin hluti af stóru pólitísku deilumáli. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var nýlega á Ítalíu og ræddi við Giuseppe Conte, forsætisráðherra, og Luigi di Maio, utanríkisráðherra, og gerði þeim ljóst að það sé varasamt að eiga í viðskiptum við Kínverja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu.

„Kínverjar fjárfesta á Ítalíu til að tryggja eigin hagsmuni,“

sagði Pompeo á fréttamannafundi þar sem hann varaði við samstarfi við Kínverja.

„Íhugið alvarlega hvaða þýðingu þetta hefur fyrir þjóðaröryggi,“

sagði hann.

Þjóðaröryggisnefnd ítalska þingsins hefur nú þegar óskað eftir áhættumati frá leyniþjónustunni varðandi málið. Raffaele Volpi, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við La Repubblica að hann hafi áhyggjur af að Kínverjar séu að sölsa undir sig mikilvægum innviðum á Ítalíu.

Taranto er heimahöfn ítalska flotans og ein af höfnum NATO. Herskipahöfnin er skammt frá kaupskipahöfninni sem Kínverjar eru að reyna að komast yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum

Macron boðar hertar aðgerðir gegn öfgasinnuðum múslimum
Í gær

Stærsti flugulaxinn kom á land fyrir fáum dögum

Stærsti flugulaxinn kom á land fyrir fáum dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum

Göngukona fannst á lífi eftir 14 daga í óbyggðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótel aðeins ætlað fullorðnum

Hótel aðeins ætlað fullorðnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný veira hefur fundist í evrópskum svínum – Getur hugsanlega valdið heimsfaraldri

Ný veira hefur fundist í evrópskum svínum – Getur hugsanlega valdið heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Glæpagengi tóku völdin í úthverfi Stokkhólms – Settu á útgöngubann og fylgdu því fast eftir

Glæpagengi tóku völdin í úthverfi Stokkhólms – Settu á útgöngubann og fylgdu því fast eftir