fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær telur Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að Þórður Snær Júlíusson, fjölmiðlamaður og frambjóðandi flokksins fyrir komandi kosningar, eigi skilið að fá annað tækifæri eftir að greint var frá sóðalegum skrifum hans í gær.

Sjá einnig: Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Um var að ræða gömul skrif sem birtust á bloggsíðu áður en Þórður gerði sig gildandi sem fjölmiðlamaður og álitsgjafi um stjórnmál. Kristrún sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook í gærkvöldi þar sem niðurstaðan var sú að hún fordæmir skrifin í stórum dráttum en telur að Þórður Snær eigi að fá annað tækifæri.

„Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,” sagði Kristrún en bætti við að textinn hafi verið skrifaður fyrir tuttugu árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.

Sjá einnig: Verstu skrif Þórðar Snæs úr blogginu alræmda – „Hún var ekki með brjóst, samt með vömb, stóran rass, stuttar lappir, gróft hár og þrútið andlit“

„Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ sagði hún og bætti við að fólk eigi að fá tækifæri til að bæta ráð sitt. Það geti Þórður aðeins gert með sínum verkum.

Ungir menn gera glappaskot

Fjölmargir hafa lagt orð í belg við færslu Kristrúnar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar; þá sem telja Kristrúnu hafa tekið rétta ákvörðun og þá sem telja að Þórður Snær hefði átt að víkja af lista flokksins.

„Ungir menn gera glappaskot en verða svo reyndari með aldrinum og oft hinir mætast menn,“ segir einn og annar bætir við: „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu. Áfram gakk,“ segir annar. „Gott að hann hefur beðist afsökunar á þessum gömlu bloggfærslum. Hann er þá maður að meiri,“ segir enn annar.

Mörgum brugðið, segir Ingibjörg Sólrún

Þá hafa fyrrverandi leiðtogar Samfylkingarinnar tjáð sig um málið, til dæmis Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson.

Ingibjörg Sólrún, sem var formaður flokksins á árunum 2005 til 2009, segir til dæmis:

„Ég held að mörgum hafi brugðið við þessi skrif af því þau endurspegla viðhorf sem ekki eiga heima í Samfylkingunni. Mest endurspegla þau þó ungan kjána og sperrilegg sem er að reyna að vera töffari. Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina sem hafa hins vegar flestir komist til vits og áttað sig á eigin heimsku. Mér sýnist Þórður Snær hafa gert það og vona að hann reynist öflugur stuðningsmaður kvenfrelsis á Alþingi.“

Össur Skarphéðinsson var ekki jafn langorður. „ Er þá allt leyfilegt á tímum Trumps,“ spurði hann.

Aðrir eru þeirrar skoðunar að Þórður Snær ætti frá að hverfa.

„Hann er í 3. sæti sko. Ef hann skammast sín virkilega þá stígur hann til hliðar fyrir flokkinn. Þessi skrif eru virkilega ógeðsleg,“ segir í einni athugasemd og í annarri segir: „Þessi skrif Þórðar lýsa vel hans siðferði. Samfylkingin mun gjalda fyrir það að hafa hann á lista. Það er val.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tengsl Elliða og formanns bæjarráðs við Heidelberg óþægileg – „Ég bara trúi því ekki að þeir hafi verið svo vitlausir“

Tengsl Elliða og formanns bæjarráðs við Heidelberg óþægileg – „Ég bara trúi því ekki að þeir hafi verið svo vitlausir“
Fréttir
Í gær

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talaði frænka Pútíns af sér?

Talaði frænka Pútíns af sér?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Önnur kæra á hendur Eldi – Sakaður um að segja rangt til um búsetu

Önnur kæra á hendur Eldi – Sakaður um að segja rangt til um búsetu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásbjörn og Bessi sakfelldir fyrir nauðgun á 18 ára stúlku – Landsréttur sneri við dómi

Ásbjörn og Bessi sakfelldir fyrir nauðgun á 18 ára stúlku – Landsréttur sneri við dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“

Þetta hefur þjóðin að segja um ákvörðun Bjarna – „Húrra, húrra“ – „Síðasti séns fyrir Bjarna að senda fokkmerki til þjóðarinnar“