fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Íbúar Vatnsendahverfis að kafna í flugnageri – „Þær eru líka svo stórar!“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. maí 2024 15:30

Íbúar eru ekki kátir með flugumagnið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er bókstaflega morandi í flugu í Vatnsendahverfi í Kópavogi þessa dagana. Muna íbúar ekki eftir öðru eins.

Vatnsendahverfi er frekar nýlegt hverfi í Kópavogi, byggt á jörðinni Vatnsenda sem liggur upp að Elliðavatni. Í hverfinu, sem er enn þá í uppbyggingu, mætast sveitin og borgin.

Í íbúagrúbbu hverfisins er mikil umræða um flugurnar og birtar myndir af gerinu. Eru þetta dökkar og nokkuð stórar flugur sem sjást vel þegar þær setjast á veggi.

„Ég man ekki eftir öðru eins þau 10 ár sem ég hef búið hér… og er ég þó “fyrir ofan veg”,“ segir ein kona sem býr í hverfinu.

Önnur, sem er nýflutt í Vatnsendahverfi, segist feginn að heyra að þetta sé ekki venjulegt magn af flugu.

Skemmdi fyrir barnaafmæli

Ekki eru allir íbúar sáttir við þetta. „Algjör vibbi,“ segir ein og „eins og í hryllingsmynd“ segir önnur, „Þær eru líka svo stórar!“ sú þriðja.

Ein kona lýsir því að þetta hafi skemmt fyrir barnaafmæli. Gestirnir hafi þurft að vera inni, að kafna úr hita með lokaða glugga. Segir hún að á því heimili verði ekki blásið til veislu á þessum árstíma aftur.

Maður sem búið hefur lengi í hverfinu, í 24 ár, segir þetta vera mestu fluguna sem hann hafi séð og það sama segir kona sem búið hefur í 33 ár í hverfinu.

Næstu skot verði líka stór

Um er að ræða svokallað toppmý sem eru mjög útbreiddar mýtegundir, að sömu gerð og rykmý en mun stærri. Fjöldi fluganna getur orðið gríðarlegur á klaktíma nálægt vötnum.

Eftir þetta stóra maískot mega íbúar hverfisins eiga von á öðru eins seinna í sumar.

„Mér var kennt af nágranna, sem bjó í áratugi við vatnið en er nú látinn, að ef maíflugan frýs þá sé minna af flugu og ég því verið sérstaklega glöð þegar það kemur næturfrost í maí. Stærðin á maískotinu hefur líka áhrif á næstu, oftast tvö, sem verða um sumarið, svo það eru allar líkur á því að næstu verði líka stærri og „skyggi“ á sumarið,“ segir einn íbúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu