fbpx
Fimmtudagur 08.desember 2022
Fréttir

Segir Pútín „berjast fyrir lífi sínu“ eftir flóttann frá Kherson

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 07:00

Pútín þrengir enn að andstæðingum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frelsun Kherson úr höndum Rússa leiddi til þess að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fylltist ofsóknarbrjálæði og er nú sannfærður um að nánustu bandamenn hans séu að undirbúa að ryðja honum úr vegi.

Þetta sagði Oleksiy Arestovich, einn af hernaðarráðgjöfum Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta,  í samtali við The Times.

Það var mikið áfall fyrir ráðamenn í Kreml þegar rússneski herinn neyddist til að hörfa frá Kherson. Ósigurinn þar var niðurlægjandi og margir harðlínumenn eru öskureiðir. Það var meira að segja rætt um ósigurinn í rússnesku sjónvarpi en þar eru nú yfirleitt ekki rætt um ósigra Rússa á vígvellinum þótt af nægu sé að taka.

Arestovich sagði The Times að Pútín sé smeykur því í Rússlandi sé þeim ekki fyrirgefið sem tapa stríði. „Hann er að berjast fyrir lífi sínu núna. Ef hann tapar stríðinu, að minnsta kosti í huga Rússa, þýðir það endalokin. Endalok hans sem stjórnmálamanns. Og hugsanlega líkamleg endalok hans,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að ósigurinn í Kherson hafi meira að segja neytt fólk, sem styður Pútín eindregið, til að efast um að Rússar geti unnið stríðið.

Arestovich sagðist telja að árásir Rússa á orkuinnviði í Úkraínu séu hluti af aðgerð þeirra til að „kúga“ Úkraínumenn og neyða þá að samningaborðinu.

Slíkar samningaviðræður myndu líklega enda með að Rússar héldu Krím, Donetsk og Luhansk en þetta eru úkraínsk landsvæði sem þeir hafa hertekið og innlimað á ólögmætan hátt.

Með þessu gæti Pútín lýst yfir sigri Rússa í stríðinu og þannig réttlætt stríðið fyrir rússnesku þjóðinni.

En það mun væntanlega ekki ganga vel hjá honum að fá Úkraínumenn að samningaborðinu. Þeir hafa yfirhönd í stríðinu núna og hafa ítrekað sagt að ekki verði sest við samningaborðið fyrr en Rússar hafi kallað allar hersveitir sínar frá herteknu svæðunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum

Pútín ók sigurreifur yfir brúna sína en var niðurlægður af litlum drónum
Fréttir
Í gær

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu

Segja þetta einn stærsta ósigur Rússa í stríðinu
Fréttir
Í gær

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu

Árás fyrir utan Laugarnesskóla – Kvöldganga með hundinn endaði með skelfingu
Fréttir
Í gær

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum

Íslenskt klám í sjúkrabíl var til skoðunar hjá SHS – Segjast líta málið alvarlegum augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns

Búðarþjófur hrækti í andlit afgreiðslumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafn skipverjans sem er saknað

Nafn skipverjans sem er saknað