fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Kherson

Leita að föðurlandssvikurum í Kherson

Leita að föðurlandssvikurum í Kherson

Fréttir
12.12.2022

Rússar hörfuðu frá borginni Kherson fyrir nokkrum vikum og Úkraínumenn ráða nú lögum og lofum í borginni. Þessa dagana stendur leit yfir að þeim sem Úkraínumenn flokka sem föðurlandssvikara, það er Úkraínumönnum sem starfa með Rússum. Lögreglumenn eru nú með varðstöðvar við borgina og fara um götur hennar. Þeir biðja fólk um skilríki, spyrja það spurninga og Lesa meira

Segir Pútín „berjast fyrir lífi sínu“ eftir flóttann frá Kherson

Segir Pútín „berjast fyrir lífi sínu“ eftir flóttann frá Kherson

Fréttir
24.11.2022

Frelsun Kherson úr höndum Rússa leiddi til þess að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, fylltist ofsóknarbrjálæði og er nú sannfærður um að nánustu bandamenn hans séu að undirbúa að ryðja honum úr vegi. Þetta sagði Oleksiy Arestovich, einn af hernaðarráðgjöfum Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta,  í samtali við The Times. Það var mikið áfall fyrir ráðamenn í Kreml þegar rússneski herinn neyddist til að hörfa frá Kherson. Ósigurinn þar var niðurlægjandi og margir harðlínumenn Lesa meira

Aðalvígstöðvarnar í Úkraínu færast nú til – Úkraínumenn geta ekki sótt fram nema eiga mikið mannfall á hættu

Aðalvígstöðvarnar í Úkraínu færast nú til – Úkraínumenn geta ekki sótt fram nema eiga mikið mannfall á hættu

Fréttir
23.11.2022

Svo virðist sem aðalvígstöðvarnar í Úkraínu hafi nú flust frá Kherson í suðri til Svatove í norðausturhluta landsins. Þetta er mat breska varnarmálaráðuneytisins en það birtir daglegar færslur á Twitter um gang stríðsins. Eftir að Rússar flúðu frá Kherson, vestan við ána Dnipro, eru Rússar ekki í eins viðkvæmri stöðu í héraðinu og áður. Ráðuneytið segir að nú sé auðveldara fyrir Lesa meira

Hér verður harðast barist í kjölfar flótta Rússa frá Kherson

Hér verður harðast barist í kjölfar flótta Rússa frá Kherson

Fréttir
16.11.2022

Rússar yfirgáfu borgin Kherson í samnefndu héraði um síðustu helgi og hafa Úkraínumenn borgina nú algjörlega á sínu valdi. Rússnesku hermennirnir flúðu yfir ána Dnipro en Rússar hafa unnið að því að koma upp varnarlínum við ána. Brotthvarf Rússa frá Kherson veldur því að nú eru Úkraínumenn komnir nær Krímskaga en nokkru sinni frá upphafi stríðsins. Krímskagi hefur verið á valdi Lesa meira

Hugmyndafræðingur Pútíns gagnrýnir hann – „Ef þér er sama, þá ertu ekki Rússi“

Hugmyndafræðingur Pútíns gagnrýnir hann – „Ef þér er sama, þá ertu ekki Rússi“

Fréttir
16.11.2022

Eftir brotthvarf rússneska hersins frá Kherson um helgina hefur gagnrýni á hendur Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, farið vaxandi. Missir Kherson var mikið áfall fyrir Rússa en borgin var ein sú stærsta sem Rússar höfðu náð á sitt vald en þeir náðu henni á sitt vald í byrjun mars. „Rússnesk borg, höfuðborgin í einu af rússnesku héruðunum, Lesa meira

Dularfullur dauðdagi strengjabrúðu Rússa

Dularfullur dauðdagi strengjabrúðu Rússa

Fréttir
11.11.2022

Skömmu áður en Rússar tilkynntu um brotthvarf hers síns frá borginni Kherson á miðvikudaginn barst önnur tilkynning. Hún er einnig mjög athyglisverð en féll kannski svolítið í skuggann vegna fréttarinnar um að Rússar ætli að yfirgefa Kherson. Þessi frétt snerist um að Kirill Stremousov, sem var varahéraðsstjóri í Kherson og leppur Rússa, hefði látist í umferðarslysi. En það eru ekki allir sem Lesa meira

Er efins um flótta Rússa frá Kherson – Er þetta gildra?

Er efins um flótta Rússa frá Kherson – Er þetta gildra?

Fréttir
11.11.2022

Á miðvikudaginn tilkynnti Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, að rússneskum hersveitum hefði verið skipað að hörfa frá borginni Kherson og yfir á vesturbakka Dnipro. En Úkraínumenn hafa tekið þessum fréttum varlega. Mykhailo Podoljka, ráðgjafi Volodymyr Zelenskyy, forseta, skrifaði á Twitter að það sé meira að marka það sem gert sé en orð. Enn hafi ekki sést nein merki þess að Rússar ætli að yfirgefa Kherson átakalaust. Úkraínumenn frelsi land Lesa meira

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson – Eru í miklum vanda

Rússar segjast ætla að hörfa frá Kherson – Eru í miklum vanda

Fréttir
10.11.2022

Í gær gaf Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, Sergei Surovikin, yfirmanni rússneska hersins í Úkraínu, fyrirmæli um að draga rússneskar hersveitir frá borginni Kherson og yfir ána Dnipro. Rússar náðu Kherson á sitt vald fljótlega eftir að þeir réðust inn í Úkraínu en að undanförnu hafa úkraínskar hersveitir nálgast borgina og Rússar hafa átt í erfiðleikum með birgðaflutninga þangað vegna árása Úkraínumanna. Óhætt er að Lesa meira

Flóttinn frá Kherson er niðurlæging fyrir Pútín – En kannski er ekki allt sem sýnist

Flóttinn frá Kherson er niðurlæging fyrir Pútín – En kannski er ekki allt sem sýnist

Fréttir
07.11.2022

Vladímír Pútín hefur gefið rússneska hernum fyrirmæli um að hörfa frá borginni Kherson sem er í samnefndu héraði. Rússneskar hersveitir eru byrjaðar að yfirgefa borgina en kannski er ekki allt sem sýnist hvað þetta varðar. Kherson var fyrsta borgin sem Rússar náðu á sitt vald vestan við Dnipro ána eftir að þeir réðust inn í Úkraínu þann 24. Lesa meira

Segir að Kherson verði komin undir úkraínsk yfirráð í lok nóvember

Segir að Kherson verði komin undir úkraínsk yfirráð í lok nóvember

Fréttir
01.11.2022

Í lok nóvember verður borgin Kherson í samnefndu héraði aftur komin undir úkraínsk yfirráð. Þetta er mat Kyrolo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins. Hann sagði þetta í samtali við The War Zone. Bardagar hafa staðið yfir í héraðinu síðustu vikur en hvorki Rússar né Úkraínumenn hafa gripið til stórra aðgerða þar enn sem komið er. Budanov sagði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af