Laugardagur 25.janúar 2020
Fréttir

Varðskipið Þór komið til Flateyrar með björgunarmenn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. janúar 2020 04:24

Varðskipið Þór. Mynd:Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Varðskipið Þór var statt á Ísafirði í gær og hélt fljótlega af stað til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, þrjá lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk.  Skipið er komið þangað en nær ekki að leggja að bryggju því hún skemmdist í snjóflóðinu.

Þetta hefur RÚV eftir Rögnvaldi Ólafssyni hjá Almannavörnum. Björgunarmenn, lögreglumenn og heilbrigðisstarfsfólk verður ferjað í land. Þór mun síðan bíða úti fyrir Flateyri og verði til taks ef flytja þarf fleira fólk til eða frá Flateyri.

Haft er eftir Rögnvaldi að olíutankar hafi farið í sjóinn og byrjað sé að huga að því verkefni vegna mengunarhættunnar sem stafi frá þeim.

Hann sagði að flóðin, sem féllu á Flateyri, hafi verið mjög öflug, svipuð og flóðin sem féllu þar 1995. Hann sagði líklegt að svæðið fyrir ofan Flateyri sé búið að tæma sig að mestu en annarsstaðar í Önundarfirði sé enn snjóflóðahætta.

Vonskuveður er á Vestfjörðum og nær allir vegir lokaðir, þar á meðal til Flateyrar og Suðureyrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“

Mannanafnanefnd hafnaði „einu af nöfnum djöfulsins“
Fréttir
Í gær

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot

Hafði 18 ára gamall samfarir við 13 ára stúlku með Asperger – Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“

Óánægja vegna prófs til löggildingar bókara hefur kraumað árum saman – Elva sökuð um dónaskap – „Framkoma hennar er fyrir neðan öll velsæmismörk“
Fréttir
Í gær

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum

Ungir piltar bönkuðu upp á og veittust að húsráðanda í Hlíðunum