fbpx
Þriðjudagur 03.október 2023
Fréttir

Morðið á Molly McLaren – Áverkum lýst í 75 málsgreinum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. ágúst 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. júní 2017 réðst Joshua Stimpson með fólskulegum hætti á fyrrverandi kærustu sína, Molly McLaren, 23 ára gamla, og stakk hana 75 sinnum á bílastæði um hábjartan dag. Ástæðan var sú að hún vildi ekki taka við honum aftur.

Málið er tekið fyrir í þáttaröðinni Murdered By My Ex, sem fjallar um umtöluðustu morðmál Bretlands. Þátturinn tekur til umræðu um eltihrella og þær hræðilegu afleiðingar sem þeir geta valdið, farið er yfir kringumstæðurnar sem leiddu til dauða McLaren, og hvernig hegðun Stimpson eftir sambandsslit þeirra varð sífellt meira tilefni til áhyggna um að hann myndi beita hana ofbeldi.

Hamingjusöm Parið meðan allt lék í lyndi.

Kynntust á Tinder

Parið, sem bjó í Kent á Englandi, kynntist á Tinder og var mjög hamingjusamt í upphafi, en McLaren fór fljótlega að hafa áhyggjur af aukinni stjórnsemi Stimpson og batt enda á samband þeirra sjö mánuðum síðar. Tók hann sambandsslitunum ekki vel og grátbað hana um að taka við honum aftur. Þegar hún neitaði því tók hann að ofsækja hana og elta.

Fjölskylda og vinir McLaren segja í þættinum frá ógnandi skilaboðum sem hún fékk frá Stimpson á Facebook. Þegar stjórnendur samfélagsmiðilsins neituðu að bregðast við kvörtunum McLaren, fór hún til lögreglunnar, sem talaði tvisvar við Stimpson, en hann var ekki handtekinn eða ákærður. Hann lét sér ekki segjast við tiltal lögreglunnar og 12 dögum eftir sambandsslitin beið hann McLaren fyrir utan líkamsræktarstöðina sem hún æfði í og drap hana.

Vettvangurinn Bílastæðið þar sem árásin átti sér stað.

Ekkert gat bjargað lífi hennar

Árásin náðist á öryggismyndavélar, McLaren sat í bíl sínum, þegar Stimpson kom að, reif upp dyrnar bílstjóra megin og hóf að stinga hana af miklu afli, með hnífi sem hann hafði keypt tveimur dögum áður. Fólk á vettvangi, sjúkraliðar og lögregla gerðu hvað þeir gátu til að bjarga lífi McLaren. Fyrir dómi sagði læknir að ekkert hefði getað bjargað lífi hennar, og miklu afli hefði verið beitt við árásina, sem sást meðal annars á sárum á hálsi hennar. Í dómskjölum var áverkum hennar lýst í 75 málsgreinum, hver og ein þeirra lýsti einu sári eða fleiri.
Við réttarhöldin kom í ljós að fjórum árum áður hafði Stimpson áreitt konu í Staffordshire eftir að þau höfðu farið á eitt stefnumót. Sú kona leitaði til lögreglu, en málið var ekki skráð sem glæpur og Stimpson var ekki handtekinn eða ákærður. Lögreglan sendi honum símaskilaboð um að koma ekki nálægt þeirri konu.

Bíll McLaren Stimpson réðst á Molly þar sem hún sat í bíl sínum.

 

Í febrúar árið 2018 var Stimpson, þá 26 ára, dæmdur til 26 ára fangelsisvistar fyrir morðið á McLaren. Neitaði hann að hafa myrt hana, en fór fram á að vera dæmdur vegna manndráps (á ensku: manslaughter on account of diminished responsibility.) Eftir dauða dóttur sinnar hafa foreldrar McLaren kallað eftir breytingum á reglum þannig að tilkynningar um áreitni og eltihrella verði skráðar sem glæpir í gagnagrunni lögreglunnar.

Foreldrar Molly Joanne og Doug á bekk sem útbúinn var í minningu dóttur þeirra.

„Þegar Molly og Joanne, móðir hennar, leituðu til lögreglunnar í Kent, hefði niðurstaðan hugsanlega orðið önnur ef mál konunnar í Staffordshire hefði komið upp. Það hefði hringt bjöllum,“ sagði Doug McLaren, faðir Molly, í viðtali við BBC. „Molly myndi líklega vera á lífi í dag,“ sagði hann.

„Hugsanir okkar eru með fjölskyldu og vinum Molly McLaren,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Staffordshire við The Sun. „Við berum ábyrgð á að rannsókn okkar á atvikinu árið 2013 var ekki í samræmi við reglur.“ Bætti hann við að reglum hefði verið síðan verið breytt til að tryggja betri skráningu slíkra mála.

Eftir að Stimpson var dæmdur gaf fjölskylda McLaren út yfirlýsingu: „Dómurinn hefur fært okkur smá huggun, en ekkert mun geta tekið sársaukann í burtu eða fengið okkur til að verða sátt við að Molly var tekin frá okkur. Við munum áfram lifa lífi fullu af sársauka, angist og sorg. Ljós hefur slokknað í hjörtum okkar allra, en skín áfram skært sem stjarna á himnum að eilífu. Við elskum þig Molly.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hlynur á steypubílnum potaði í auga lögreglumanns og kleip annan í kinnina

Hlynur á steypubílnum potaði í auga lögreglumanns og kleip annan í kinnina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kolbrún glímir við óhugnanlegan vanda: „Maður byrjar að berjast um með hljóðum og spörkum“

Kolbrún glímir við óhugnanlegan vanda: „Maður byrjar að berjast um með hljóðum og spörkum“
Fréttir
Í gær

Hræðileg Íslandsferð tælenska þingmannsins: Vanvirti mosa og rekin af veitingastað

Hræðileg Íslandsferð tælenska þingmannsins: Vanvirti mosa og rekin af veitingastað
Fréttir
Í gær

Steingerður nýr ritstjóri Lifðu núna

Steingerður nýr ritstjóri Lifðu núna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón er aldraður faðir miðaldra fíkils og vill vita hvaða snillingur fann upp á þessu kerfi – „Veit það einhver?“

Jón er aldraður faðir miðaldra fíkils og vill vita hvaða snillingur fann upp á þessu kerfi – „Veit það einhver?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bærinn sem bannaði áhrifavöldum að koma

Bærinn sem bannaði áhrifavöldum að koma