fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
433Sport

Arnar tekur sökina á sig í hitamálinu í Vesturbæ

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. september 2022 08:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill hiti í kringum kvennalið KR þessa stundina. Fall liðsins niður í Lengjudeild var endanlega staðfest með tapi í gær. Umgjörðin í kringum það hefur þá verið harðlega gagnrýnd. Þjálfari liðsins, Arnar Páll Garðarson hefur ákveðið að taka sök á sig í málinu en gerir það aðeins vegna þess að enginn annari gerir það.

Í fyrradag var kvartað yfir því að sjúkrabörur hafi vantað þegar leikmaður KR meiddist. Þá hefur verið í fréttum fyrr í sumar að vallarþul og vallarklukku hafi vantað á einum leik liðsins.

„Ég ætla allavega að sýna fordæmi og taka sök á mig fyrst það er lítið um það virðist vera. Ásamt því að þjálf mfl kvk þá þjálfa ég einnig 3.fl kvk og á að fá leikmenn til að mæta á börur/miðasölu og gæslu. Ég gerði það fullseint, leikmenn sem voru boðaðir (með stuttum fyrirvara),“ skrifar Arnar á Twitter.

Arnar skrifar svo einnig. „Þeir forfölluðust og því tíminn tæpur á að ná að redda þessu og finnst mér ömurlegt að Hannah hafi þurft að lenda í þessu en ömurlegast af þessu öllu eru auðvitað meiðslin hennar sem virðist gleymast.“

Kvennalið KR féll í fyrradag úr Bestu deild og niður í Lengjudeild. Það var endanlega staðfest með 3-5 tapi gegn Selfoss. Bæði þjálfari og fyrirliði KR hafa í kjölfarið gagnrýnt stjórnendur félagsins fyrir lélega umgjörð í kringum kvennaliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enginn skilur neitt eftir þessa mynd frá Manchester – Mátti ekki kaupa treyju fyrir soninn

Enginn skilur neitt eftir þessa mynd frá Manchester – Mátti ekki kaupa treyju fyrir soninn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær stjörnur sameinast í Serbíu

Tvær stjörnur sameinast í Serbíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“

Heimtaði alltaf það dýrasta og besta en áttaði sig ekki á stöðunni – ,,Skil hvað mamma mín gekk í gegnum“
433Sport
Í gær

Ásakaður um að hafa nauðgað ungri konu eftir spjall á Instagram – Bauð henni heim á meðan eiginkonan var erlendis

Ásakaður um að hafa nauðgað ungri konu eftir spjall á Instagram – Bauð henni heim á meðan eiginkonan var erlendis
433Sport
Í gær

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar

Fjarlægði merkið á Instagram og ýtir sterklega undir sögusagnirnar