„Þetta var frábær leikur hjá okkur og frammistaðan góð hjá öllum í liðinu. Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta,“ sagði Mikael Egill Ellertsson landsliðsmaður eftir 5-0 sigur á Aserbaísjan í kvöld.
Um fyrsta leik í undankeppni HM var að ræða. „Það er mikilvægt fyrir okkur og móralinn að fá þennan sigur, upp á framhaldið í keppninni líka.“
Í riðli Íslands eru einnig Frakkland og Úkraína og bíður fyrrnefnda liðið á útivelli á þriðjudaginn.
„Það er geðveikt að spila svona leiki. Þetta verður erfiður leikur en við munum bara spila okkar leik,“ sagði Mikael.
Nánar í spilaranum.