Ruben Amorim stjóri Manchester United átti fund með Antoine Semenyo sóknarmanni Bournemouth í sumar. Vildi félagið fá hann.
United hafði samkvæmt fréttum í dag samið við Semenyo um kaup og kjör en vildi ekki borga uppsett verð.
Amorim fór í kvöldverð með Semenyo og vildi kynnast honum betur áður en félagið léti til skara skríða.
United vildi hins vegar bara borga 55 milljónir punda og Bournemouth bað um meira.
Bournemouth bauð Semenyo nýjan og betri samning og skrifaði hann undir en búist er við að hann fari frá félaginu næsta sumar.