Fabinho hefur tjáð sig um erfiða brottför frá Liverpool en hann var keyptur til Al Ittihad í Sádi Arabíu fyrir tveimur árum.
Fabinho var mikilvægur hlekkur í liði Liverpool í nokkur ár og var ekki að leitast eftir því að yfirgefa félagið.
Það var Liverpool sem ákvað að losa leikmanninn en Brassinn bjóst sjálfur ekki við því að vera til sölu í glugganum.
,,Ég vildi ekki yfirgefa félagið og semja við annað lið í Evrópu. Þetta var besti staður í heimi til að spila á,“ sagði Fabinho.
,,Ég viðurkenni að síðasta tímabil mitt þar var erfitt og það var mjög þreytandi. Við gerðum ekki vel og náðum ekki Meistaradeildarsæti. Ég missti byrjunarliðssæti mitt í nokkrum leikjum en það gerist.“
,,Liverpool fékk tilboð sem það taldi vera gott fyrir mig og þá. Ég var hræddur og ákvað að ræða við þjálfarateymið. Ég hélt ég væri mikilvægur leikmaður og að þeir myndu hafna öllum tilboðum en ég áttaði mig síðar á því að ég væri til sölu.“