fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Arnar Þór reynir að sannfæra Hólmar um að hætta við að hætta

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 10:30

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands situr nú og reynir að setja saman landsliðshóp sem kemur saman í júní og leikur fjóra leiki.

Þrír af þessum leikjum verða í Þjóðadeildinni en að auki verður æfingaleikur gegn San Marínó leikinn ytra.

Samkvæmt öruggum heimildum 433.is hefur Arnar Þór Viðarsson reynt að sannfæra Hólmar Örn Eyjólfsson varnarmann Vals um að snúa aftur í landsliðið.

Arnar Þór Viðarsson. Mynd: Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Hólmar ákvað á síðasta ári að hætta að spila með landsliðinu en þessi 32 ára gamli varnarmaður gekk í raðir Vals á dögunum og hefur spilað vel í Bestu deildinni.

Samkvæmt heimildum 433.is hefur Hólmar ekki tekið ákvörðun um það hvort hann snúi aftur en Arnar Þór mun kynna hóp sinn í næstu vikum.

Hólmar hefur spilað 37 landsleiki fyrir Íslands en hann átti langan og farsælan feril erlendis áður en hann snéri aftur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina

Nýr El Hadji Diouf á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Firmino fer til Katar