Piotr Zielinski, miðjumaður Napoli er aftur kominn á óskalista Liverpool en það er Calciomercato sem greinir frá þessu.
Miðjumaðurinn var sterklega orðaður við Liverpool á síðustu leiktíð en Jurgen Klopp ákvað að leggja ekki fram tilboð í hann.
Verðmiðinn á Zielinski er í kringum 35 milljónir punda en hann er einungis 23 ára gamall.
Emre Can, miðjumaður Liverpool er að öllum líkindum á förum frá félaginu í sumar en hann hefur verið sterklega orðaður við Juventus.
Zielinski gæti fyllt skarð hans á miðjunni hjá Liverpool en Naby Keita mun einnig mæta á Anfield í sumar frá RB Leipzig.