fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Norska lögreglan undirbýr sig fyrir hörmungar – Varnarbúnaður gegn geislavirkni settur í alla lögreglubíla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 21:00

Hluti af búnaðinum sem verður í öllum lögreglubílum. Mynd:Politiforum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstunni verður verndarbúnaður gegn geislavirkum efnum settur í alla norska lögreglubíla. Þetta er liður í auknum viðbúnaði Norðmanna vegna stríðsins í Úkraínu.

Fjallað er um málið í fagblaði lögreglumanna, Politiforum. Þar kemur fram að þetta hafi „legið í dvala“ í mörg ár en nú sé staðan önnur vegna stríðsins í Úkraínu og aukinnar umferðar kjarnorkuknúinna skipa og kafbáta með fram ströndum Noregs.

Norðmenn, sem eiga landamæri að Rússland hafa aukið viðbúnað sinn, bæði hernaðarlegan og borgaralegan, vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Búnaðurinn verður í svona pakka. Mynd:Politiforum

 

 

 

 

 

Lögreglan hefur nú þegar gert joðtöflur, sem á að nota ef til geislavirkni kemur, aðgengilegar fyrir meirihluta lögreglumanna. Verndarbúnaðurinn er næsta skref í að vernda lögreglumenn ef til kjarnorkuslyss eða notkunar kjarnorkuvopna kemur.

Búnaðurinn samanstendur meðal annars af einnota andlitsgrímum og hlífðarbúningi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni