fbpx
Miðvikudagur 25.maí 2022

Noregur

Smitmet í Noregi – 7.921 smit síðasta sólarhringinn

Smitmet í Noregi – 7.921 smit síðasta sólarhringinn

Pressan
05.01.2022

Síðasta sólarhringinn greindust 7.921 með kórónuveiruna í Noregi. Þetta er nýtt met yfir fjölda staðfestra smita á einum sólarhring. Gamla metið var frá 14. desember síðastliðnum en þá greindust 6.003 með veiruna. Samkvæmt frétt Norska ríkisútvarpsins greindust að meðaltali 4.240 smit daglega á síðustu sjö dögum. Meðaltal sjö daga þar á undan var 3.360 og Lesa meira

Dularfullur gefandi gefur tugi milljóna annað árið í röð – „Þetta er ekta jólaráðgáta“

Dularfullur gefandi gefur tugi milljóna annað árið í röð – „Þetta er ekta jólaráðgáta“

Pressan
07.12.2021

Á föstudaginn fékk Blå Kors, sem eru góðgerðasamtök, í Kristiansand í Noregi gjöf frá ónefndum aðila. Hann gaf samtökunum tvær milljónir norskra króna, sem svarar til tæplega 29 milljóna íslenskra króna. Skýrt var frá þessu á Facebooksíðu Blå Kors sem fékk tveggja síðna handskrifað bréf frá gefandanum dularfulla sem var hvergi nærri hættur góðverkum sínum. Á sunnudaginn fékk Vågsbygd kirkjan svipað bréf og tilkynningu Lesa meira

Vissi það ekki sjálf – Var dáin

Vissi það ekki sjálf – Var dáin

Pressan
25.11.2021

Líklega veit maður ekki af því þegar maður er dáinn, þá hlýtur öllu eiginlega að vera lokið. En það er kannski erfitt að segja til um það með vissu því við höfum ekki áreiðanlegar upplýsingar um hvort eitthvað taki við eftir dauðann. En Solvor Irene Lindseth, sem býr í Noregi, fékk smá smjörþef af „andláti“ sínu Lesa meira

Norskir foreldrar standa fyrir „smitpartíum“ fyrir óbólusett börn

Norskir foreldrar standa fyrir „smitpartíum“ fyrir óbólusett börn

Pressan
05.11.2021

Norsk heilbrigðisyfirvöld hafa haft veður af því að foreldrar skipuleggi „smitpartí“ fyrir óbólusett börn og ungmenni þar sem markmiðið er að láta sem flest smitast af kórónuveirunni. Þetta á við um börn allt niður í leikskólaaldur. Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Benny Østerbye Hansen, yfirlækni í Gloppen, að þetta sé varhugavert. Það sem kom heilbrigðisyfirvöldum Lesa meira

„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“

„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“

Pressan
03.11.2021

„Ég viðurkenni það alveg: Ég er rasisti. Hvað ætlar þú að gera í því?“ Þetta skrifaði Olger Drønnesund á Facebook eftir að hafa sett spurningarmerki við hvort norski hlauparinn Ezinne Okparaebo, sem fæddist í Nígeríu en flutti til Noregs á barnsaldri, sé norsk. Drønnesund situr í bæjarstjórn í Álasundi og hafa ummæli hans vakið mikla athygli. Ummæli hans hafa verið harðlega gagnrýnd af samtökunum Antirasistisk Senter, sem Lesa meira

Norska lögreglan dregur úr kraftinum á rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth

Norska lögreglan dregur úr kraftinum á rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth

Pressan
27.10.2021

Norska lögreglan vinnur enn að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen en hún hvarf frá heimili sínu í útjaðri Osló fyrir tæpum þremur árum en á sunnudaginn verða nákvæmlega þrjú ár liðin frá því að hún hvarf. En nú hefur lögreglan dregið úr kraftinum á rannsókninni og þar með kostnaðinum við hana. Allt frá upphafi hefur lögreglan lagt mikla vinnu í rannsóknina Lesa meira

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi

Umfangsmikil leit í Noregi – Þriggja saknað – Óttast að bátur þeirra hafi farið fram af fossi

Pressan
25.10.2021

Umfangsmikil leit hefur staðið yfir við Langevotnevatn á Kvamskogen í Noregi síðan í gærkvöldi. Þriggja er saknað en talið er að báturinn, sem fólkið var í, hafi farið fram af fossi. Mikill straumur er á svæðinu og leitarskilyrði erfið. Vitni sá strauminn taka bátinn og sá hann reka niður ána. Norska ríkisútvarpið segir að það hafi verið á milli Lesa meira

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð

Pressan
21.10.2021

Fyrir tæplega þremur árum, þann 31. október 2018, hvarf Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu í útjaðri Osló. Hvarf hennar þykir mjög dularfullt og er enn óleyst. Á heimili hennar og eiginmanns hennar, Tom Hagen, fundust miðar með kröfu um greiðslu lausnargjalds í rafmynt. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins af miklum þunga og telur að hægt verði að upplýsa Lesa meira

Þetta er árásarmaðurinn í Kongsberg – Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða

Þetta er árásarmaðurinn í Kongsberg – Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða

Pressan
14.10.2021

Leyniþjónusta norsku lögreglunnar, PST, telur að ódæðisverkin í Kongsberg í gær hafi verið hryðjuverk. Norskir fjölmiðlar hafa birt mynd af ódæðismanninum sem og nafn hans. Hann heitir Espen Andersen Bråthen og er 37 ára danskur ríkisborgari búsettur í Kongsberg. Hann varð fjórum konum og einu karli að bana í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu frá PST kemur fram að eins og staðan sé núna Lesa meira

Spurningin sem íbúar í Kongsberg spyrja sig – „Það er hræðilegt að hugsa til þess“

Spurningin sem íbúar í Kongsberg spyrja sig – „Það er hræðilegt að hugsa til þess“

Pressan
14.10.2021

Eins og gefur að skilja eru íbúar í Kongsberg í Noregi í miklu áfalli eftir atburði gærkvöldsins þar sem 37 ára danskur ríkisborgari myrti að minnsta kosti fimm manns og særði tvo með boga og örvum. Þetta gerðist í miðbænum. Eitt er það sem leitar sérstaklega mikið á huga fólks í kjölfar voðaverksins og munu margir vilja Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af