fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Pressan

Nýtt bóluefni gegn malaríu vekur góðar vonir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. september 2022 16:30

Bóluefnið lofar góðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2020 létust 627.000 manns af völdum malaríu, aðallega börn. Í rúmlega eina öld hafa vísindamenn reynt að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum og nú ríkir bjartsýni um að það hafi loksins tekist.

Það voru vísindamenn við Oxfordháskólann á Englandi sem þróuðu bóluefni gegn sjúkdómnum. Það hefur verið notað að undanförnu og samkvæmt því sem kemur fram í vísindaritinu The Lancet þá veitir bóluefnið allt að 80% vörn gegn malaríu eftir að örvunarskammtur hefur verið gefinn.

Margir vísindamenn segja að þetta styrki enn frekar rök þeirra fyrir að því að bóluefnið verði notað til að vernda börn og kornabörn í Afríku gegn þessum banvæna sjúkdómi. Jótlandspósturinn skýrir frá þessu.

Nýja bóluefnið, sem nefnist R21, er ekki fyrsta bóluefnið gegn malaríu en það stendur fyrri bóluefnum miklu framar. R21 er endurbætt útgáfa af Mosquirix, sem kom fyrr fram á sjónarsviðið,  og er sagt veita meiri vernd og er auk þess ódýrara í framleiðslu.

Á síðasta ári heimilaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO notkun á Mosquirix bóluefninu í Afríku. Rúmlega ein milljón barna hefur nú þegar fengið það.

Með því hefur tekist að stöðva útbreiðslu malaríu en rannsókn leiddi í ljós að það veitti aðeins um 60% vörn og að hún fór dvínandi með tímanum, jafnvel þótt örvunarskammtur væri gefinn.

Vísindamennirnir við Oxfordháskóla segja að þeirra bóluefni veiti meiri vernd, eða allt að 80%. Það uppfyllir því markmið WHO um 75% vernd gegn malaríu. Fram að þessu hefur stofnunin metið það sem svo að minni vernd en 75% sé skárri en engin.

Samið hefur verið við stærsta bóluefnaframleiðanda heims, sem er í Indlandi, um framleiðslu bóluefnisins og verður hægt að framleiða 200 milljónir skammta á ári frá og með næsta ári. Aðeins eru framleiddir 6 til 10 milljónir skammta af Mosquirix árlega.  Þess utan kostar R21 aðeins um helming þess sem Mosquirix kostar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Myndin sem vakti mikla athygli Dana – Af hverju eru einkennisklæddir lögreglumenn með barnavagna?

Myndin sem vakti mikla athygli Dana – Af hverju eru einkennisklæddir lögreglumenn með barnavagna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dómskjöl vörpuðu ljósi á skelfilega hluti í málinu í síðustu viku – Nú má lögreglan ekkert segja

Dómskjöl vörpuðu ljósi á skelfilega hluti í málinu í síðustu viku – Nú má lögreglan ekkert segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brutu internetið og ráðast í róttækar breytingar

Brutu internetið og ráðast í róttækar breytingar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ásakanirnar eða maðurinn sjálfur á sandi byggð? – Andrew Tate neitar sök og sakar rúmensk yfirvöld um að ræna eigum hans

Ásakanirnar eða maðurinn sjálfur á sandi byggð? – Andrew Tate neitar sök og sakar rúmensk yfirvöld um að ræna eigum hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rekinn frá Disney eftir 3 mánuði – Kostaði fyrirtækið 20 milljónir á dag

Rekinn frá Disney eftir 3 mánuði – Kostaði fyrirtækið 20 milljónir á dag
Pressan
Fyrir 3 dögum
Söguleg þrenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ghislaine Maxwell telur að Jeffrey Epstein hafi verið myrtur

Ghislaine Maxwell telur að Jeffrey Epstein hafi verið myrtur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skýrir frá hryllingnum í Playboyhöllinni – Fingurnir klipptir af líkinu og tennurnar rifnar úr

Skýrir frá hryllingnum í Playboyhöllinni – Fingurnir klipptir af líkinu og tennurnar rifnar úr
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hneykslismál í uppsiglingu á Englandi – Rúmlega 100 börn numin á brott

Hneykslismál í uppsiglingu á Englandi – Rúmlega 100 börn numin á brott
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grunur um barnaníðingshring innan bresku lögreglunnar

Grunur um barnaníðingshring innan bresku lögreglunnar