fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Læknir tók eftir óvenjulegum einkennum Omikronafbrigðisins

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 04:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurafrískur læknir, sem fyrst tilkynnti yfirvöldum um sjúklinga, sem voru smitaðir af Omikronafbrigði kórónuveirunnar, tók eftir óvenjulegum sjúkdómseinkennum hjá sjúklingunum.

Angelique Coetzze, sem er læknir í Pertoríu og formaður samtaka lækna í Suður-Afríku, var fyrst til að tilkynna yfirvöldum um þetta nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hræðir heimsbyggðina í dag.

Í samtali við The Telegraph sagði hún að sjúkdómseinkennin hafi verið „óvenjuleg en væg“. „Sjúkdómseinkennin voru öðruvísi og mildari miðað við þau sem ég hafði séð áður,“ sagði hún.

Hún sagði að hana hafi farið að gruna að nýtt afbrigði væri á ferðinni þegar hún fór að fá sjúklinga sem voru með einkenni sem voru allt öðruvísi. Þetta voru til dæmis mikil þreyta og hár púls. En sjúklingarnir, sem voru aðallega ungir karlmenn, misstu ekki bragð- eða lyktarskyn.

Coetzee sagði að ástand sjúklingana hafi ekki verið svo slæmt að þeir hafi þurft að fara á sjúkrahús. Hún sagðist þó hafa áhyggjur af hvernig nýja afbrigðið leggst á óbólusett fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð