fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
Pressan

Óhugnanleg uppgötvun í húsi einu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 22:30

Frá Las Vegas. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl fann lögreglan í Las Vegas lík grafið í garði þar í borg. Það reyndist vera lík Lucille Payne. Lögreglan telur að hún hafi látist á heimili sínu og legið þar í tvö ár án þess að nokkur uppgötvaði að hún væri látin. En síðan hafi hópur heimilislausra fundið lík hennar og ákveðið að sundurhluta það og grafa í garðinum.

NBC News skýrir frá þessu. Lögreglan segir að heimilislausa fólkið hafi síðan sest að í húsinu og ekki skýrt neinum frá andláti Payne sem var 82 ára þegar hún lést. Hún hafði búið í húsinu síðan 1999.

En lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hinna heimilislausu. Þeir eru ekki grunaðir um morð eða neitt því líkt en hins vegar um ósæmilega meðferð á líki Payne og að hafa selt bíl hennar og fleiri eigur og nýtt peningana í eigin þágu.

Lögreglan telur að engin hafi veitt því eftirtekt að Payne var látin því hún bjó ein, átti ekki neina nána ættingja og allir reikningar voru greiddir með beingreiðslum.

Nágrannar hennar segja að húsið hennar hafi virst mannlaust árum saman.

Það var í apríl sem lögreglunni barst ábending frá nágranna sem sagðist hafa heyrt að einhver var að grafa í garði Payne. Lögreglan fann lík hennar grafið í garðinum.

Ekki var hægt að skera úr um dánarorsök hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“

Lögreglumönnunum brá mikið þegar þeir opnuðu kassann – „Eitt það klikkaðasta sem ég hef upplifað“
Pressan
Í gær

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda

Gátu fylgst með síðustu dögum sprengistjörnu frá upphafi til enda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl

Meiri líkur á að konur deyi á skurðarborðinu ef skurðlæknirinn er karl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna

Neysla á vínberjum getur komið sér vel fyrir heilsuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“

Fékk óvæntan laumufarþega í eyrað eftir sundferð – „Það var kakkalakkinn að hreyfa sig í hausnum á mér“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi

Fyrrum sýrlenskur ofursti dæmdur í lífstíðarfangelsi í Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða

Fór á blint stefnumót og hefur ekki komist heim í viku vegna sóttvarnaaðgerða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð

Þetta er hið undarlega einkenni Ómíkronsmits sem kallar á tafarlausa læknisaðstoð