fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Birta að svo stöddu ekki nafn hinnar látnu

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. maí 2023 17:22

Yfirlitsmynd af Selfossi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi mun ekki að svo stöddu gefa upp nafn konunnar sem lést í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 

Rannsókn lögreglu er umfangsmikil en miðar vel áfram og er rannsóknarvinna í fullum gangi. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi og voru á laugardag úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til föstudagsins 5. maí. Samkvæmt heimildum DV eru þeir stjúpbræður, báðir á þrítugsaldri og hefur sá yngri þeirra áður komið við sögu lögreglu, meðal annars fengið dóm fyrir tvær líkamsárásir.

Lögreglan hefur notið liðsinnis frá lögreglunni á Suðurnesjum, sem og tækni- og tölvurannsóknardeildum lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu.

Í tilkynningunni kemur fram að rannsókn lögreglu er á viðkvæmu stigi og því verða ekki gefnar út frekari upplýsingar um framgang hennar að sinni. Gefin verður út fréttatilkynning um rannsóknina þegar tilefni er til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“