fbpx
Föstudagur 30.september 2022
Fréttir

Myndin sem kom upp um hrotta Pútíns – Úkraínumenn létu sprengjum rigna yfir þá og felldu um 100 málaliða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. ágúst 2022 05:47

Þetta er myndin sem reyndist Wagnerhópnum dýrkeypt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku heimsótti Sergei Sreda, sem er svokallaður „stríðsfréttamaður“ höfuðstöðvar Wagnerhópsins í Úkraínu. Þar heilsaði hann upp á mann sem talið er að sé Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins. Hann birti auðvitað myndir af heimsókninni en þær komu upp um staðsetningu höfuðstöðvanna og gáfu Úkraínumönnum færi á að láta HIMARS-flugskeytum rigna yfir þær.

Wagnerhópurinn er her málaliða sem sinnir ýmsum verkefnum fyrir rússnesk stjórnvöld sem hafa þó alla tíð neitað því að hafa nokkur tengsl við hópinn.

Sreda heimsótti höfuðstöðvar Wagnerhópsins í Popasna í síðustu viku og birti myndir af heimsókninni. Daily Mail segir að á myndunum hafi verið smáatriði, til dæmis heimilisfang nærliggjandi loftvarnabyrgis, sem gaf úkraínskum sérfræðingum möguleika á að staðsetja höfuðstöðvarnar.

Svona leit húsið út eftir árás Úkraínumanna. Mynd:Úkraínska varnarmálaráðuneytið

 

 

 

 

 

Á sunnudaginn var skýrt frá því á Telegram, á aðgangi tengdum Wagnerhópnum, að skotið hefði verið á höfuðstöðvarnar. 

Úkraínskir fjölmiðlar segja að eftir að sérfræðingum tókst að staðsetja höfuðstöðvarnar hafi HIMARS-flugskeytum verið skotið á þær. Um 100 liðsmenn Wagnerhópsins eru sagðir hafa fallið í árásinni.

Myndir af vettvangi sýna að byggingin er mikið skemmd og einnig hafa myndir verið birtar af því þegar lík voru borin út úr henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Spekileki skellur á Rússlandi

Spekileki skellur á Rússlandi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“

Álykta um stöðu íslenskrar tungu – „Ekki sjálfsagt að íslensk tunga vaxi og dafni í slíku umhverfi“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allt logar í Digraneskirkju – Formaður sóknarnefndar sakaður um ofbeldi – Sóknarnefndin vill fá séra Gunnar aftur

Allt logar í Digraneskirkju – Formaður sóknarnefndar sakaður um ofbeldi – Sóknarnefndin vill fá séra Gunnar aftur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að „atkvæðagreiðslurnar“ muni bjarga milljónum frá þjóðarmorði

Segir að „atkvæðagreiðslurnar“ muni bjarga milljónum frá þjóðarmorði
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Pútín hafi gert stór mistök

Segir að Pútín hafi gert stór mistök
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir

Innbrotsþjófurinn skildi þýfið eftir