fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sérfræðingur telur að hryðjuverkasprengjuárásir Rússa geti haft þveröfug áhrif við það sem Pútín vill

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júlí 2022 05:53

Manntjón og skemmdir urðu í Vinnytsia í síðustu viku þegar Rússar skutu flugskeytum á borgina. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árásir Rússa á skotmörk, sem ekki teljast hernaðarleg, í Úkraínu færast sífellt í aukana. Úkraínsk stjórnvöld saka Rússa um hryðjuverk með þessu árásum en fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið í þeim. Dæmi um slíka árás er árás Rússa á Vinnytsia, í vesturhluta Úkraínu í síðustu viku þegar Rússar skutu flugskeytum á borgina um miðjan dag. Að minnsta kosti 23 létust, þar af 3 börn.

Tormod Heier, prófessor við varnarmálaskóla norska hersins, sagði í samtali við NTB að árásir Rússa í júní og júlí séu aðeins öðruvísi en árásir þeirra fyrir þennan tíma. Nú sé þeim frekar beint gegn skotmörkum sem ekki teljist hernaðarleg. Það sé auðveldara að hitta þessi skotmörk en hernaðarleg skotmörk sem séu minni.

Heier sagði að margar ástæður geti legið að baki þessu. Þetta geti verið vegna þess að Rússar séu að spara fullkomin flugskeyti sín og noti því frekar gömul vopn sem séu ekki eins nákvæm. Þá sé eðlilegra að skjóta á stór skotmörk eins og íbúðabyggð.

Hann sagði að það geti einnig verið markmið Rússa að sjá til þess að ekki verði friðsælt í Úkraínu og koma þannig í veg fyrir að fólk geti lifað eðlilegu hverdagslegu lífi. „Að Úkraínumenn í vesturhluta landsins fái ekki frí frá stríðinu,“ sagði hann.

„Með því að dreifa dauða og eyðileggingu í þeim landshlutum sem hafa ekki orðið fyrir beinum áhrifum af innrásinni viðhalda þeir stríðsótta almennings og þvinga yfirvöld til að nota takmarkaðar bjargir í almannavarnir,“ sagði hann einnig.

Hann sagði að með þessum árásum reyni Rússar að skapa ótta meðal almennings og draga þannig úr varnarvilja þeirra. En hann sagðist ekki telja að árásirnar hafi þessi áhrif. „Þvert á móti: oft sýnir sig að tilviljanakenndar hryðjuverkaárásir af þessu tagi hafa þveröfug áhrif, þau efla andspyrnuna,“ sagði hann.

Hann sagðist telja að árásirnar á almenn skotmörk muni gera Rússum erfiðara fyrir við að sækja fram og ná stærra landsvæði á sitt vald. Mótspyrna almennings verði of mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala