fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Báðu Heiðu á Rás 2 um að spila Ingó Veðurguð í beinni – „Þetta er allt saman hauga helvítis lygi“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 15:00

Myndin er samsett - Mynd af Heiðu: Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Næturvaktin, sem eru í umsjón Heiðu Eiríksdóttur á Rás 2, gefa hlustendum reglulega færi á að hringja inn til að senda kveðjur og biðja um óskalög. Yfirleitt er það ekki fréttnæmt að næturuglur landsins hringji og biðji um óskalög en sú er þó raunin eftir það sem kom fyrir í þættinum í gær. 

Þegar komið var að því að opna á línuna til að leyfa hlustendum að fá óskalag hringdi kona nokkur í þáttinn. „Heyrðu elskan, ég ætla að senda hérna, skal ég þér að segja, fá að heyra Undir regnbogann með honum Ingólfi Veðurguð,“ sagði konan. „Áttu ekki bara eitthvað annað lag, það er búið að vera að tala svo ægilega mikið um hann undanfarið. Ég er einhvern veginn komin með svona ónotatilfinningu, ég veit ekkert hvað ég á að gera í því,“ segir Heiða við því.

„Hann er nú að kæra þetta,“ segir konan þá. „Já en eigum við ekki bara að hvíla hann aðeins á meðan þetta kemur í ljós, veldu bara eitthvað annað. Ég spilaði það fyrir þig síðast manstu?“ segir Heiða við því og konan velur þá annað lag. „En ég veit það að þetta er allt saman hauga helvítis lygi á hann,“ segir konan í kjölfarið.

Heiða svarar því þá og segist ekki vilja ræða þetta mál í útvarpinu. „Ég ætla að segja þér dálítið, við getum ekki rætt þetta hér og enginn veit í raun og veru…“ segir Heiða en konan skýtur inn í að þær þurfi að ræða þetta yfir kaffibolla. „Nei, ég vil ekkert ræða svona hluti. Sumir hlutir eru bara þannig að það er ekki hægt að vita nákvæmlega hvað gerðist og á meðan það er ekki vitað þá ber maður virðingu fyrir þeim sem hafa lent kannski í einhverju.“

„Ég ber virðingu fyrir Ingólfi, ég ber ekki virðingu fyrir þessari stelpu,“ segir konan þá.

Ekki eina símtalið frá aðdáendaklúbbnum í gær

Svo virðist vera sem allir meðlimir aðdáendaklúbbs Ingó Veðurguðs hafi verið á fótum í gær að hlusta á Rás 2 því stuttu síðar hringdi inn önnur kona sem vildi líka fá óskalag með honum. „Mig langar að heyra Bahama með Ingó Veðurguð,“ segir önnur konan. „Ég var eiginlega að útskýra þetta áðan. Það er kannski ekki akkúrat núna, nákvæmlega í dag þá ætla ég kannski ekki að spila það. Ég spilaði það hérna fyrir viku en mig langar ekki til þess að fara út í einhverja pólitík,“ segir Heiða þá.

„Fyrirgefðu en ef þú ætlar ekki að spila það fyrir mig þá held ég að þú verðir ekki langlíf á Rás 2,“ segir konan við því. „Veistu það er rosa erfitt að tala um svona, ég verð að vera hlutlaus,“ segir Heiða þá. „Fyrirgefðu, þetta er minn uppáhalds söngvari og mig langar virkilega að heyra hans rödd í útvarpinu,“ segir konan eftir það en Heiða lætur sér ekki segjast og neitar að spila lagið.

Konan var allt annað en sátt með að fá ekki að heyra Ingó syngja. „Ég sendi þá bara inn kvörtun til útvarpsstjóra,“ segir konan. „Já, heyrðu, ég þakka fyrir það bara. Endilega gerðu það,“ segir Heiða þá. „Þakka þér kærlega fyrir, þetta finnst mér ljótt,“ segir svo konan að lokum áður en hún skellir á.

„Þetta er ógeðslega fyndið“

Jón Bjarni, ein skærasta stjarna Twitter-heimsins á Íslandi um þessar mundir, deildi broti úr þættinum á Twitter-síðu sinni í gær og vakti það mikla athygli. „Þetta er ógeðslega fyndið,“ sagði Jón Bjarni en hægt er að hlusta á fyrra símtalið í brotinu sem hann deildi.

Markaðstjórinn Anna Fríða Gísladóttir deildi síðan broti þar sem heyra má seinna símtalið.

Undir færslum Önnu og Jóns má sjá umræður um málið en nokkrir hrósa Heiðu fyrir viðbragð hennar við beiðnunum. Þá bendir einn netverji á að þessir stóru aðdáendur Ingólfs geti líka nýtt sér aðrar leiðir til að hlusta á tónlistina hans, til dæmis í gegnum Spotify eða YouTube.

Þá furða einhverjir sig á því að Ingólfur eigi svo dygga stuðningsmenn. „Ég er eiginlega meira hissa á því að það sé fólk þarna úti sem á Ingó sem uppáhalds söngvara,“ segir til dæmis maður nokkur. „Ætla að giska að hann hafi orðið uppáhalds söngvarinn fyrir svona sirka tveim vikum,“ segir svo kona nokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra

Lögregla fann 29 dauða nautgripi á bæ á Norðurlandi Vestra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“