fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Inga opnar sig upp á gátt: „Ég stóð í röð og þáði matargjafir“ – Eiginmaðurinn handleggsbrotinn í sex ár

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einhvern veginn er þessi lífsreynsla í minningunni eitthvað það erfiðasta sem ég gekk í gegnum fyrir utan að missa bróður, mág og tengdason.“

Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, í grein sinni í Fréttablaðinu í dag. Formenn þeirra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi skrifa allir hugleiðingar sínar í blaðið nú þegar nýtt ár er gengið í garð. Fátækt og málefni þeirra sem minna mega sín eru Ingu hugleikin í greininni og varpar hún sjálf ljósi á erfiðleika sem hún gekk í gegnum á sínum tíma.

„Sit hér við lyklaborðið umvafin anda jólanna. Falleg jólaljósin brosandi allt um kring. Ég velti því fyrir mér hvort ég geti mögulega sleppt því að skrifa um pólitík. Ég veit þó fyrir fram að það gengur ekki upp. Skrifa af fingrum fram og fer með ykkur þangað sem hugurinn ber mig,“ segir Inga sem kveðst hugsa til þeirra sem geta ekki tekið þátt í jólunum eins og þau hafa þróast undanfarna áratugi.

„Öll litlu börnin sem geta ekki skilið af hverju þau fá ekki notið þess sama og aðrir sem eiga og geta. Foreldrana sem gráta það að geta ekki veitt börnunum sínum það sem almennt er viðurkennt svo sjálfsagt hjá öllum þeim sem eiga nóg fyrir sig og sína. Jú, líklega verð ég pólitísk, ég bara get ekki annað þegar kemur að því að horfast í augu við staðreyndir fátæktarinnar. Þegar kemur að því að þurfa að viðurkenna af hverju hún er við lýði hér í okkar gjöfula ríka landi. Fátæktin er mannanna verk. Hún er í boði stjórnvalda hverju sinni. Þeirra sem hafa með fjárreiður ríkisins að gera og forgangsraða þeim fjármunum í allt annað en fólkið fyrst. Að hugsa sér að á nýliðnum aðfangadegi jóla voru hátt í 300 einstaklingar sem borðuðu jólamatinn hjá Hjálpræðishernum, þar af voru um 40 börn. Þúsundir Íslendinga þáðu aðstoð af ýmsum toga vegna fátæktar. Hundruð stóðu tímunum saman í biðröð eftir matgjöfum hjálparstofnana. Svona er Ísland í dag.“

Inga segir að valdhafar undangenginna ára hafi með vitund og vilja breikkað enn bilið milli þeirra fátæku og ríku. Sú ríkisstjórn sem nú fer með völd í landinu sé engin undantekning.

Inga segir svo frá persónulegri reynslu sinni af fátækt en sjálf kveðst hún hafa staðið í röð hjá Mæðrastyrksnefnd og þegið matargjafir. „Ég þekki það af eigin raun. Eitt sinn var það ég sem stóð í röð Mæðrastyrksnefndar og þáði matargjafir fyrir fjölskylduna mína. Maðurinn minn hafði handleggsbrotnað og vegna síendurtekinna læknamistaka var hann handleggsbrotinn í sex ár. Já, þið lesið rétt. Hann var óvinnufær og handleggsbrotinn í sex ár. Einhvern veginn er þessi lífsreynsla í minningunni eitthvað það erfiðasta sem ég gekk í gegnum fyrir utan að missa bróður, mág og tengdason. Á þeim tímapunkti fann ég fyrir algjörum vanmætti.“

Hún segir svo frá því hvernig tíðarandinn hafi breyst og kröfurnar aukist, eitt sinn hafi hún búið í 60 fermetra íbúð í Ólafsirði með fimm öðrum.

„Ég á fjögur yndisleg börn. Ef væri nóg að segja fyrirgefið elsku börnin mín, hvað við vorum fátæk af veraldlegum auði, þá myndi ég biðja þau fyrirgefningar hvern einasta dag. En þannig virkar það víst ekki í raunveruleikanum. Mér finnst þetta hafa verið allt öðruvísi þegar ég var að alast upp í litla fallega firðinum heima, Ólafsfirði. Kröfurnar voru minni og ein mandarína í skóinn var mikill gleðigjafi. Við vorum sex í 60 fm íbúð. Enginn glamúr eða veraldleg gæði, samt í minningunni ekkert nema ást, kærleikur og yndisleg jól.“

Inga endar grein sína svo á að hnýta í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

„Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við stefnuræðu þáverandi forsætisráðherra þann 13. september 2017: „Og fólk á lægstu launum er beðið að vera þakklátt fyrir 20.000 kr. því að hlutfallslega sé það nú ekki lítið. „Því miður þarf að bíða aðeins með réttlætið fyrir þig,“ er viðkvæðið, „en allt stendur þetta til bóta“. Þegar þetta fátæka fólk er beðið um að bíða eftir réttlætinu er verið að neita því um réttlæti“. Hve margir þurfa á matargjöfum að halda í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á komandi ári? Hve margir munu enn bíða eftir réttlætinu ?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk
Fréttir
Í gær

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“

Ítrekaðar ásakanir um dýraníð í Borgarfirði – „Fyrir framan mig var að hann að murka lífið úr einu lambinu“
Fréttir
Í gær

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna

Landsmenn hvattir til að fara yfir bólusetningar sínar áður en farið er í ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna
FréttirPressan
Í gær

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“

Heilt íþróttafélag snerist gegn 12 ára dreng sem sakaði Dalslaugarníðinginn um kynferðisbrot – „Ég vissi að perrinn næðist, gæti ekki hætt“