fbpx
Fimmtudagur 18.ágúst 2022

Alþingi

Framlög til heilbrigðismála hækka um 22 milljarða

Framlög til heilbrigðismála hækka um 22 milljarða

Eyjan
15.12.2021

Samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga 2021, sem hefur verið lagt fram á Alþingi, hækka framlög til heilbrigðismála um 22 milljarða. Þyngst vega útgjöld vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en þau nema 16 milljörðum. Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samtals nemi aukin útgjöld vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans 23,6 milljörðum. Í frumvarpinu er óskað eftir heimild til Lesa meira

Sigurður segir að stjórnarskránni sé ekki ætlað að standa vörð um óheiðarleika frambjóðenda

Sigurður segir að stjórnarskránni sé ekki ætlað að standa vörð um óheiðarleika frambjóðenda

Eyjan
05.11.2021

Í kæru sem Sigurður Hreinn Sigurðsson, stjórnarmaður í Stjórnarskrárfélaginu, sendi undirbúningskjörnefnd Alþingis kemur fram að mikilvægt sé að rætt verði um stöðu Birgis Þórarinssonar sem yfirgaf Miðflokkinn skömmu eftir kosningar og fór í Sjálfstæðisflokkinn. Segir Birgir að stjórnarskránni sé ekki ætlað að standa vörð um óheiðarleika frambjóðenda. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Áður hefur Lesa meira

Gagnaöflun undirbúningsnefndar á lokametrunum

Gagnaöflun undirbúningsnefndar á lokametrunum

Eyjan
01.11.2021

Undirbúningsnefnd Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa mun funda daglega í vikunni en gagnaöflun nefndarinnar er á lokametrunum að sögn Birgis Ármannssonar, formanns nefndarinnar. Ekki liggur fyrir hvenær nefndin lýkur við tillögur að lausn þeirra álitamála sem komu upp í sambandi við þingkosningarnar. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Birgi að í dag og hugsanlega á Lesa meira

Rúmlega helmingi landsmanna er sama um laun þingmanna

Rúmlega helmingi landsmanna er sama um laun þingmanna

Eyjan
24.09.2021

Rúmlega helmingi landsmanna er sama um laun þingmanna, það er vilja hvorki hækka þau né lækka, um 40% vilja lækka launin, þar af vilja 20% lækka þau mikið. Tæplega 5% vilja hækka þau lítillega og 1,4% vilja hækka þau mikið. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Rúmlega 53% svöruðu ekki spurningu Lesa meira

Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna

Ný skoðanakönnun – Níu flokkar fá þingmenn kjörna

Eyjan
06.09.2021

Sjálfstæðisflokkurinn er með mesta fylgi stjórnmálaflokkanna og Framsóknarflokkurinn er næststærstur. Þar á eftir koma Samfylkingin og Vinstri græn. Níu flokkar munu fá þingmenn kjörna i kosningunum þann 25. september. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Samkvæmt niðurstöðunum þá styðja 24,9% kjósenda Sjálfstæðisflokkinn, 13,3% Framsóknarflokkinn, 12,1% Samfylkinguna og 10,8% Vinstri græn. Fylgi annarra flokka Lesa meira

Tveir ráðherrar gætu fallið út af þingi

Tveir ráðherrar gætu fallið út af þingi

Eyjan
23.07.2021

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR þá vantar töluvert upp á að Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, oddvitar Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum, nái kjöri. Könnunin var gerð af MMR í samvinnu við Morgunblaðið og mbl.is. Miðað við niðurstöðurnar myndu níu flokkar fá þingmenn kjörna í kosningunum í haust en þrír þeirra eru rétt ofan við 5% þröskuldinn og því þarf ekki Lesa meira

Ný skoðanakönnun – Flókin staða við stjórnarmyndun

Ný skoðanakönnun – Flókin staða við stjórnarmyndun

Eyjan
16.07.2021

Ef gengið yrði til kosninga nú myndi ríkisstjórnin ekki ná meirihluta á þingi þrátt fyrir að njóta stuðnings meirihluta kjósenda. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem MMR gerði í samstarfi við mbl.is og Morgunblaðið. Fram kemur að 55% svarenda styðji ríkisstjórnina. Fram kemur að Vinstri græn tapi þriðjungi fylgis síns frá síðustu kosningum og fái nú sjö þingsæti. Sjálfstæðisflokkurinn Lesa meira

Ekki öruggt að fjölmiðlafrumvarpið njóti meirihlutastuðnings á Alþingi

Ekki öruggt að fjölmiðlafrumvarpið njóti meirihlutastuðnings á Alþingi

Eyjan
21.05.2021

Í gærkvöldi lauk þriðju umræðu um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla án atkvæðagreiðslu. Samkvæmt frumvarpi Lilju fá fjölmiðlarnir 400 milljónir króna. Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sem lagði fram minnihlutaálit í allsherjar- og menntamálanefnd, hafi gagnrýnt ríkisstjórnina og sagt að um sýndarmennsku sé að ræða Lesa meira

40 milljóna króna sparnaður Alþingis vegna utanlandsferða

40 milljóna króna sparnaður Alþingis vegna utanlandsferða

Eyjan
18.03.2021

Frá því í mars á síðasta ári hafa þingmenn ekki farið í neinar utanlandsferðir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Með þessu hafa rúmlega 40 milljónir króna sparast. Óvíst er hvenær þingmenn og starfsmenn þingsins geta byrjað að ferðast til útlanda á nýjan leik. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag.  Haft er eftir Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, að alþjóðasamstarf Lesa meira

Þing kemur saman í dag – Bankasala og stjórnarskráin eru stóru mál vorþingsins

Þing kemur saman í dag – Bankasala og stjórnarskráin eru stóru mál vorþingsins

Eyjan
18.01.2021

Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Reikna má með líflegu þingi en meðal stórmála sem verða tekin fyrir á þessu vorþingi eru frumvarp forsætisráðherra til breytinga á nokkrum ákvæðum stjórnarskrárinnar og fyrirhuguð sala á eignarhluta ríkissjóðs í Íslandsbanka. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að væntanleg bankasala verði tekin til umfjöllunar strax Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af