Luka Romero er ekki nafn sem margir kannast við en hann er á mála hjá Mallorca á Spáni.
Romero þykir gríðarlegt efni en hann kom við sögu í 2-0 tapi gegn Real Madrid í deildinni í gær.
Á 83. mínútu fékk Romero tækifærið en hann kom inná sem varamaður fyrir Idrissu Baba.
Það væri ekki frásögu færandi fyrir utan þá staðreynd að Romero er aðeins 15 ára og 219 daga gamall.
Romero varð í gær yngsti leikmaður í sögunni til að spila leik í efstu deild Spánar.
Metið var 80 ára gamalt en yngsti leikmaður sögunnar var áður Sanson sem spilaði með Celta Vigo árið 1939.