Víkingur Reykjavík er komið áfram í Mjólkurbikar karla eftir leik við Víking Ólafsvík í kvöld.
Það var boðið upp á ágætis skemmtun í Ólafsvík en venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli.
Gonzalo Zamorano kom heimamönnum yfir á 43. mínútu og jafnaði Helgi Guðjónsson fyrir gestina á 92. mínútu.
Ekkert mark var skorað í framlengingunni en Reykvíkingar unnu að lokum í vítakeppni, 4-5.