Wesley Sneijder, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur opnað sig um erfiða tíma á Santiago Bernabeu.
Sneijder kom til Real frá Ajax árið 2007 en var svo farinn til Inter Milan tveimur árum seinna.
Sneijder náði aldrei að fóta sig almennilega á Spáni og endaði hjónaband hans í ljótum skilnaði.
,,Ég var ungur og naut frægðarinnar og athyglinnar. Það fór svo úrskeiðis seinna,“ sagði Sneijder.
,,Ég tók engin eiturlyf en drakk áfengi. Ég vandist því sem ein af stjörnunum. Þú ert dáður sem leikmaður Real Madrid.“
,,Ég endaði einn og sá ekki barnið mitt mikið sem var glatað. Ég er ekki góður í að vera einn.“
,,Ég áttaði mig bara ekki á því að Vodka var orðinn minn besti vinur.„