fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Sterkur útisigur Arsenal – Burnley vann Watford

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 18:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið heimsótti Southampton.

Ballið byrjaði á 20. mínútu er Eddie Nketiah kom Arsenal yfir með ansi klaufalegu marki.

Markvörður Southampton átti sendingu beint á Nketiah sem nýtti sér það og skoraði í autt mark heimamanna.

Joseph Willock skoraði svo annað mark Arsenal á 87. mínútu eftir aukaspyrnu rétt fyrir utan teig.

Jack Stephens fékk stuttu fyrir það beint rautt spjald fyrir að ræna Pierre Emerick Aubameyang augljósu marktækifæri. Lokastaðan, 0-2.

Á sama tíma áttust við Burnley og Watford en þeim leik lauk með 1-0 sigri Burnley.

Southampton 0-2 Arsenal
0-1 Eddie Nketiah(20′)
0-2 Joseph Willock(87′)

Burnley 1-0 Watford
1-0 Jay Rodriguez(73′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli
433Sport
Í gær

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann

Bonnie Blue fékk lífstíðar bann
433Sport
Í gær

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?

Sögðu frá kjaftasögu úr Kaplakrika – Mun yfirmaður Heimis á endanum taka við starfinu hans?