fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
433Sport

Reginn svarar fyrir um ástandið í Egilshöll: „Fullyrðingum um annað er vísað á bug“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 15:10

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast um ástand Egilshallar og leikvallarins sem þar er eftir að Gunnar Þór Gunnarsson leikmaður KR sleit þar líklega krossband á þriðjudag.

KR skoðar það að fara í skaðabótamál við fasteignafélagið Regins vegna þess að félagið hafi vanrækt skyldu sína við umhirðu á gervigrasinu í Egilshöll. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Fréttablaðsins í dag.

Meira:
Skoða að fara í skaðabótamál vegna ástandsins í Egilshöll sem er sagt viðbjóður

Reginn segir þetta tóma þvælu og í yfirlýsingu sem var send fjölmiðlum er þessu vísað á bug. „Gervigrasið í Egilshöll var prófað af viðurkenndri og óháðri rannsóknarstofu um mánaðarmótin febrúar-mars s.l. Niðurstöður prófana sýna að gervigrasið uppfyllir kröfur FIFA Quality og reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga. Völlurinn er með samþykkt vallarleyfi frá KSÍ. Viðhaldi er sinnt með reglubundnum hætti á fullnægjandi hátt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda af þjónustuaðila og starfsmönnum Egilshallar. Fullyrðingum um annað er vísað á bug,“ segir í yfirlýsingu frá Reginn.

Yfirlýsing KSÍ
Vegna umfjöllunar um gervigrasvöll Egilshallar í Reykjavík (leikflötinn, vallarleyfi, úttekt og fleira) vill KSÍ koma neðangreindu á framfæri.

Úttekt (prófun) á gervigrasi Egilshallar var framkvæmd 29. febrúar 2020 af Sports Labs Ltd., sem er óháð og viðurkennd rannsóknarstofa sbr. grein 8.4.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnuvelli. Vottun var útgefin af Sports Labs Ltd. og staðfest til KSÍ 6. mars 2020 með þeirri niðurstöðu að gervigrasið í Egilshöll standist settar kröfur.

Vallarleyfi Egilshallar (B-flokkur) var gefið út 26. mars 2020 og gildir til 31. desember 2021. Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga eru vallarleyfi gefin út til allt að tveggja ára í senn.

Þess er auðvitað vænst af öllum hagsmunaaðilum (KSÍ, félögum, iðkendum, þjálfurum og öðrum) að nauðsynlegu viðhaldi sé sinnt á öllum knattspyrnuvöllum, hvort sem um ræðir náttúrulegt gras eða gervigras.

Það sem af er árinu 2020 hafa 42 leikir í meistaraflokki farið fram í Egilshöll (Reykjavíkurmót, Lengjubikar og önnur mót).

Lið dregið sem heimalið skal leika á heimavelli

Í grein 23.2.4 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót kemur fram varðandi bikarkeppni KSÍ að draga skuli um hvaða lið mætist og „skal það lið sem dregið er á undan leika á heimavelli“. Í grein 23.2.6 í sömu reglugerð kemur fram að mótanefnd sé „heimilt í vissum tilfellum að ákveða að leikur fari fram á hlutlausum velli ef rökstudd ósk þess efnis berst frá báðum aðilum sökum fjarlægðar eða annarra ástæðna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enginn áttaði sig á því að þjóðþekktur maður sat í miðbænum og glamraði á gítar

Enginn áttaði sig á því að þjóðþekktur maður sat í miðbænum og glamraði á gítar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti

Mögnuð tölfræði undirstrikar yfirburði Liverpool – Kemur mörgum á óvart hvaða lið er í öðru sæti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar

Mourinho vill versla frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stórtíðindi úr Vesturbænum

Stórtíðindi úr Vesturbænum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí

Tekur á sig launalækkun og hafnar því að fá yfir helmingi meira í Sádí
433Sport
Í gær

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi

Liverpool ætlar að mæta með stóru seðlana í sumarið – Tvær stöður í forgangi
433Sport
Í gær

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi

Saliba efstur á óskalista Real Madrid í sumar – Skoða líka tvo miðjumenn sem spila á Englandi