Andy Robertson, leikmaður Liverpool, varð í kvöld Englandsmeistari með liðinu í fyrsta sinn.
Robertson hefur leikið með Liverpool undanfarin þrjú ár en hann kom til liðsins frá Hull árið 2017.
Ferðalag Robertson á ferlinum hefur verið ansi skrautlegt og bjuggust fáir við að hann myndi fagna sigri í deild þeirra bestu.
Árið 2009 var Robertson leystur undan samningi hjá Celtic og spilaði í fjórðu deild Skotlands árið 2012.
Síðar samdi bakvörðurinn við Hull City og féll með liðinu úr úrvalsdeildinni.
Seinna var hann nefndur fyrirliði Skotlands, vann Meistaradeildina og vann svo úrvalsdeildina.
2009: Released by Celtic
2012: Plays in Scottish 4th tier
2013: Joins Dundee Utd
2014: Joins Hull City
2015: Relegated with Hull
2016: Promoted with Hull
2017: Joins Liverpool
2018: Named Scotland captain
2019: UCL winner
2020: Premier League winnerThe rise of Andy Robertson. pic.twitter.com/1Jb3smhYfC
— Squawka Football (@Squawka) June 25, 2020