Liverpool er Englandsmeistari árið 2020 eftir leik Chelsea og Manchester City í kvöld.
Það hefur lengi legið í loftinu að Liverpool yrði meistari en liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni. Manchester City þurfti að vinna Chelsea í kvöld til að tefja enn frekar en liðið tapaði 2-1 á Stamford Bridge.
Þetta er fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann síðast árið 1990 þegar úrvalsdeildin var ekki stofnuð.
Liverpool er með 86 stig á toppi deildarinnar, 23 stigum á undan City sem vann titilinn í fyrra. Afrek Liverpool er magnað en sjö umferðir eru eftir af deildinin
Liveprool varð síðast enskur meistari fyrir 11.016 dögum, biðin hefur því verið löng. Ljóst er að Jurgen KLopp verður goðsögn í Bítlaborginni um ókomna tíð.
11,016 days since Liverpool last won the title…they have it back…
Congratulations #Liverpool and their fans 👍🏻👍🏻⚽️
Just the FA Cup, Europa League and Champions League to still award on @btsportfootball 😜
— Jake Humphrey (@mrjakehumphrey) June 25, 2020