Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi við Sky Sports í kvöld eftir sigur liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er loksins búið að vinna deildina eftir 30 ára bið en síðasti titill kom árið 1990.
Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem Liverpool vinnur úrvalsdeildina sem var stofnuð árið 1992.
Klopp var augljóslega mjög glaður eftir sigurinn en hann ræddi við Graeme Souness, fyrrum leikmann liðsins.
Undir lok viðtalsins þá gat Klopp ekki meira en hann grét úr gleði og þurfti að kveðja.
Þetta má sjá hér.
Jurgen Klopp getting emotional after talking about Liverpool winning the Premier League! 😢 🔴. 🏆 pic.twitter.com/quhO11JoY1
— Football Daily (@footballdaily) June 25, 2020