Liverpool er Englandsmeistari árið 2020 eftir leik Chelsea og Manchester City í kvöld.
Það hefur lengi legið í loftinu að Liverpool yrði meistari en liðið hefur aðeins tapað einum leik í deildinni. Manchester City þurfti að vinna Chelsea í kvöld til að tefja enn frekar en liðið tapaði 2-1 á Stamford Bridge.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands er stuðningsmaður Liverpool og fagnar í kvöld. „Loksins!,“ skrifar Katrín á Twitter í kvöld og birtir mynd af sér með.
„Til hamingju elsku drengirnir mínar og Klopp, og við öll. Munum öll að ganga um með von í brjósti. YNWA,“ srifar Katrín.
Þetta er fyrsti sigur Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann síðast árið 1990 þegar úrvalsdeildin var ekki stofnuð.
Liverpool er með 86 stig á toppi deildarinnar, 23 stigum á undan City sem vann titilinn í fyrra. Afrek Liverpool er magnað en sjö umferðir eru eftir af deildinin
Finally! Congratulations my dear boys and Klopp and to us all! Lets all remember to keep walking on with hope in our hearts! #YNWA pic.twitter.com/lADvH4tT4r
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 25, 2020