Barcelona hefur samþykkt að skipta á leikmönnum við ítalska stórliðið Juventus.
Þetta fullyrðir Fabrizio Romano, virtur blaðamaður Sky Sports, í kvöld en miðjumaðurinn Arthur er á leið til Juventus.
Miralem Pjanic mun ganga í raðir Barcelona á móti og borgar Juventus tíu milljónir evra auka.
Stuðningsmenn Barcelona eru ekki ánægðir með þessi skipti og hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum.
Arthur hefur staðið siog með prýði á Nou Camp og er ennþá aðeins 23 ára gamall.
Pjanic er hins vegar þrítugur og mun þéna sjö milljónir evra í árslaun á Spáni.