Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley er að verða klár í slaginn eftir langa veru á sjúkrabekknum.
Jóhann verður ekki með Burnley i kvöld gegn Watford en samkvæmt vef félagsins hefur hann hafið æfingar að fullum krafti.
Jóhann hefur ekki leikið með Burnley frá því í byrjun janúar en hann meiddist lítilega á kálfa á dögunum.
Kantmaðurinn hefur spilað sjö deildarleiki á þessu tímabili en Burnley er með þunnskipaðan hóp þessa stundina.
Ef allt gengur eftir ætti því Jóhann Berg að snúa aftur á völlinn innan tíðar.